Kvikmynd verður ópera í endurvinnsluiðnaðinum 9. júlí 2008 06:00 Hryggbrjótur Kvikmynd leikstjórans Ang Lee um samkynhneigða kúreka verður sviðsett sem ópera í New York árið 2013. Nýverið bárust fréttir af því frá Frakklandi að þar hefði verið tekin til sýninga ópera sem byggir á hryllingsmyndinni Flugunni. Þó svo að mörgum þyki eflaust merkilegt að umbreyta óumdeilanlegri lágmenningarafurð í hámenningu á þennan hátt eru fjöldamörg dæmi um slíkar breytingar. Kvikmyndin Flugan (The Fly) er vafalaust ein vinsælasta mynd kanadíska kvikmyndaleikstjórans Davids Cronenberg. Þrátt fyrir vinsældir myndarinnar kom það þó flestum nokkuð á óvart að hún yrði efniviður nýrrar óperu, enda myndin líkamshryllingur af bestu gerð. Færa má rök fyrir því að líkamlegar hryllingsmyndir séu algjör lágmenning á meðan að óperur séu algjör hámenning. Út frá þessum hugsunarhætti má vel álykta að það kæmi ekki jafnmikið á óvart ef Flugan hefði alið af sér söngleik fremur en óperu þar sem að söngleikir búa í lægra menningarhólfinu ásamt teiknimyndum, þungarokki og öðru groddalegu efni. Þó verða þær raddir ávallt háværari, nú á tímum stafræns bræðings á öllum menningarsviðum, sem segja að mörkin á milli þess háa og lága séu orðin með öllu gagnslaus, en hér skal ekki fjallað nánar um það. Flugan er aðeins ein af nokkrum vinsælum kvikmyndum síðustu tveggja áratuga sem hljóta óperumeðferðina. Kvikmyndin Myrkradansarinn eftir Danann skapstygga Lars Von Trier skartaði Björk okkar í aðalhlutverki og reiddi sig talsvert á tónlist og dans til þess að koma tilfinningahrifum til skila. Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn ku vera um þessar mundir að breyta myndinni í óperu sem frumsýnd verður þar í borg eftir tvö til þrjú ár. Leikstjórinn David Lynch er rómaður fyrir óskiljanlegar og undarlegar kvikmyndir sínar; ein af hans undarlegustu myndum er hiklaust Lost Highway frá árinu 1997. Færri vita að austurríska tónskáldið Olga Neuwirth lagaði handrit myndarinnar að óperuforminu árið 2003. Óperan var sýnd við mikinn fögnuð Lynch-aðdáenda bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Að lokum ber að minnast á kvikmyndina Sophie's Choice sem kom út árið 1982 og skartaði Meryl Streep í aðalhlutverki, en myndin var gerð eftir skáldsögu Williams Styron. Árið 2002 samdi tónskáldið Nicholas Maw óperu út frá handriti kvikmyndarinnar, en hlaut litlar þakkir gagnrýnenda og áhorfenda fyrir. Meryl Streep lætur aftur á móti engan bilbug á sér finna og fer mikinn um þessar mundir í kvikmyndinni Mama Mia!, sem unnin er upp úr samnefndum söngleik sem sjálfur er unninn upp úr tónlist sænsku poppmeistaranna í Abba. Sóunarglaðir neytendur hins vestræna heims mættu klárlega taka sér kvikmynda-, leikhús- og óperuiðnaðinn til fyrirmyndar hvað viðkemur endurvinnslumálum. vigdis@frettabladid.is Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nýverið bárust fréttir af því frá Frakklandi að þar hefði verið tekin til sýninga ópera sem byggir á hryllingsmyndinni Flugunni. Þó svo að mörgum þyki eflaust merkilegt að umbreyta óumdeilanlegri lágmenningarafurð í hámenningu á þennan hátt eru fjöldamörg dæmi um slíkar breytingar. Kvikmyndin Flugan (The Fly) er vafalaust ein vinsælasta mynd kanadíska kvikmyndaleikstjórans Davids Cronenberg. Þrátt fyrir vinsældir myndarinnar kom það þó flestum nokkuð á óvart að hún yrði efniviður nýrrar óperu, enda myndin líkamshryllingur af bestu gerð. Færa má rök fyrir því að líkamlegar hryllingsmyndir séu algjör lágmenning á meðan að óperur séu algjör hámenning. Út frá þessum hugsunarhætti má vel álykta að það kæmi ekki jafnmikið á óvart ef Flugan hefði alið af sér söngleik fremur en óperu þar sem að söngleikir búa í lægra menningarhólfinu ásamt teiknimyndum, þungarokki og öðru groddalegu efni. Þó verða þær raddir ávallt háværari, nú á tímum stafræns bræðings á öllum menningarsviðum, sem segja að mörkin á milli þess háa og lága séu orðin með öllu gagnslaus, en hér skal ekki fjallað nánar um það. Flugan er aðeins ein af nokkrum vinsælum kvikmyndum síðustu tveggja áratuga sem hljóta óperumeðferðina. Kvikmyndin Myrkradansarinn eftir Danann skapstygga Lars Von Trier skartaði Björk okkar í aðalhlutverki og reiddi sig talsvert á tónlist og dans til þess að koma tilfinningahrifum til skila. Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn ku vera um þessar mundir að breyta myndinni í óperu sem frumsýnd verður þar í borg eftir tvö til þrjú ár. Leikstjórinn David Lynch er rómaður fyrir óskiljanlegar og undarlegar kvikmyndir sínar; ein af hans undarlegustu myndum er hiklaust Lost Highway frá árinu 1997. Færri vita að austurríska tónskáldið Olga Neuwirth lagaði handrit myndarinnar að óperuforminu árið 2003. Óperan var sýnd við mikinn fögnuð Lynch-aðdáenda bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Að lokum ber að minnast á kvikmyndina Sophie's Choice sem kom út árið 1982 og skartaði Meryl Streep í aðalhlutverki, en myndin var gerð eftir skáldsögu Williams Styron. Árið 2002 samdi tónskáldið Nicholas Maw óperu út frá handriti kvikmyndarinnar, en hlaut litlar þakkir gagnrýnenda og áhorfenda fyrir. Meryl Streep lætur aftur á móti engan bilbug á sér finna og fer mikinn um þessar mundir í kvikmyndinni Mama Mia!, sem unnin er upp úr samnefndum söngleik sem sjálfur er unninn upp úr tónlist sænsku poppmeistaranna í Abba. Sóunarglaðir neytendur hins vestræna heims mættu klárlega taka sér kvikmynda-, leikhús- og óperuiðnaðinn til fyrirmyndar hvað viðkemur endurvinnslumálum. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira