Óskar myndar Gæludýrin 14. desember 2008 10:00 Leikstjórinn Óskar Jónasson er með sjónvarpsmynd í undirbúningi byggða á bók Braga Ólafssonar, Gæludýrin. MYND/Fréttablaðið/valli Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarpsmynd í burðarliðnum sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpersónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. „Ég er búinn að vera að gæla við þessa hugmynd í gegnum tíðina. Sagan er frábær. Það er mjög óvenjuleg öll uppstilling á henni," segir Óskar. „Þetta er svona klípa sem Emil sekkur í sem verður alltaf verri og verri. Maður kannast við hvernig þessir hlutir geta verið og þróast. Þetta er virkilega vel skrifuð og skemmtileg saga sem á fullt erindi í sjónvarp." Óskar hefur átt í viðræðum við Ríkissjónvarpið um að sýna myndina og er handritið komið langt á veg. „Við höfum átt samtal við þá um að koma þessu á koppinn en það eru blikur á lofti þarna uppfrá, maður veit ekki hvað verður," segir hann. Í Fréttablaðinu á föstudag kom fram að Gæludýrin væri á meðal fimmtán bestu skáldsagna ársins hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Barnes & Nobels í Bandaríkjunum. Í dómi um bókina kom fram að tök Braga á súrrealískum aðstæðum aðalpersónunnar gefi skrifum hins japanska Murakami lítið eftir. Verði sjónvarpsmyndin að veruleika fylgir hún eftir vinsældum síðustu kvikmyndar Óskars, Reykjavík Rotterdam, sem var frumsýnd í sumar við góðar undirtektir. Síðasta verk hans í sjónvarpi var spennuþáttaröðin Svartir englar sem var einmitt sýnd í Ríkissjónvarpinu fyrr í vetur. -fb Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarpsmynd í burðarliðnum sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpersónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. „Ég er búinn að vera að gæla við þessa hugmynd í gegnum tíðina. Sagan er frábær. Það er mjög óvenjuleg öll uppstilling á henni," segir Óskar. „Þetta er svona klípa sem Emil sekkur í sem verður alltaf verri og verri. Maður kannast við hvernig þessir hlutir geta verið og þróast. Þetta er virkilega vel skrifuð og skemmtileg saga sem á fullt erindi í sjónvarp." Óskar hefur átt í viðræðum við Ríkissjónvarpið um að sýna myndina og er handritið komið langt á veg. „Við höfum átt samtal við þá um að koma þessu á koppinn en það eru blikur á lofti þarna uppfrá, maður veit ekki hvað verður," segir hann. Í Fréttablaðinu á föstudag kom fram að Gæludýrin væri á meðal fimmtán bestu skáldsagna ársins hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Barnes & Nobels í Bandaríkjunum. Í dómi um bókina kom fram að tök Braga á súrrealískum aðstæðum aðalpersónunnar gefi skrifum hins japanska Murakami lítið eftir. Verði sjónvarpsmyndin að veruleika fylgir hún eftir vinsældum síðustu kvikmyndar Óskars, Reykjavík Rotterdam, sem var frumsýnd í sumar við góðar undirtektir. Síðasta verk hans í sjónvarpi var spennuþáttaröðin Svartir englar sem var einmitt sýnd í Ríkissjónvarpinu fyrr í vetur. -fb
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira