Atorka og Bakkavör hækka um tíu prósent

Gengi hlutabréfa í Atorku og Bakkavör hækkaði um tíu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Ein viðskipti liggja á bak við hækkunina í hvoru fyrirtæki. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa í Össuri um 1,32 prósent, í Marel um 0,7 prósent og Færeyjabanka um 0,63 prósent. Níu viðskipti áttu sér stað á fyrsta stundarfjórðungi viðskiptadagsins upp á tæpar þrettán milljónir króna. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,37 prósent og stendur hún í 645 stigum.