Klúður Ferrari reyndist happ Hamiltons 29. september 2008 00:17 Lewis Hamilton jók forskot sitt í stigamótinu í Singapúr í gær úr einu stigi í sjö. mynd: Getty Images Lewis Hamilton varð að lúta í lægra haldi fyrir Fernando Alonso, fyrrum liðsfélaga sínum hjá McLaren á Singapúr brautinni í gær. En Hamilton jók hinsvegar forskot sitt í stigakeppninni eftir tvöfalt klúður Ferrari í mótinu. Fyrst tapaði Massa af mögulegum sigri, þegar þjónustumaður gerði mistök og sendi Massa af stað úr þjónustuhléi án þess að bensínáfyllingu væri lokið. Ferrari notar eitt liða ljósabúnað í þjónusuhléum, en önnur lið eru með mann á skilti sem lyftir því upp þegar hléi er lokið. Massa óð af stað í veg fyrir annan ökumann með bensínslönguna fasta við bílinn. Hann fékk refsingu og átti í sér aldrei viðreisnar von, enda kominn í neðsta sætið hvort sem er. Næstu mistök Ferrari manna voru undir lok mótsins þegar Kimi Raikkönen keyrði á vegg þegar fjórir hringir voru eftir og féll úr leik. Ferrari menn voru því sjálfum sér verstir í þessu móti. Hvorugur ökumaður fékk stig í stigakeppni ökumanna og McLaren náði forystu í stigakeppni bílasmiða. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og fékk 6 dýrmæt stig í kapphlaupinu við Massa í keppni ökumanna. Robert Kubica á BMW náði heldur ekki stig og þar með virðast Hamilton og Massa líklegastir til að berjast um titilinn. Þrjú mót eru eftir og 30 stig í pottinum. Hamilton er með sjö stig á Massa og þeir eiga eftir að keppa í Japan, Kína og Brasilíu. Í fyrra glopraði Hamilton niður 17 stiga forskoti á Raikkönen í tveimur síðustu mótunum og tapaði titlinum með eins stigs mun. En Hamilton hefur trúlega lært af reynslunni og sætti sig við þriðja sætið í mótinu í gær. Sú ákvörðun gæti verið stórt skref í átt að fyrsta titli Hamiltons. Stigastaðan Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton varð að lúta í lægra haldi fyrir Fernando Alonso, fyrrum liðsfélaga sínum hjá McLaren á Singapúr brautinni í gær. En Hamilton jók hinsvegar forskot sitt í stigakeppninni eftir tvöfalt klúður Ferrari í mótinu. Fyrst tapaði Massa af mögulegum sigri, þegar þjónustumaður gerði mistök og sendi Massa af stað úr þjónustuhléi án þess að bensínáfyllingu væri lokið. Ferrari notar eitt liða ljósabúnað í þjónusuhléum, en önnur lið eru með mann á skilti sem lyftir því upp þegar hléi er lokið. Massa óð af stað í veg fyrir annan ökumann með bensínslönguna fasta við bílinn. Hann fékk refsingu og átti í sér aldrei viðreisnar von, enda kominn í neðsta sætið hvort sem er. Næstu mistök Ferrari manna voru undir lok mótsins þegar Kimi Raikkönen keyrði á vegg þegar fjórir hringir voru eftir og féll úr leik. Ferrari menn voru því sjálfum sér verstir í þessu móti. Hvorugur ökumaður fékk stig í stigakeppni ökumanna og McLaren náði forystu í stigakeppni bílasmiða. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og fékk 6 dýrmæt stig í kapphlaupinu við Massa í keppni ökumanna. Robert Kubica á BMW náði heldur ekki stig og þar með virðast Hamilton og Massa líklegastir til að berjast um titilinn. Þrjú mót eru eftir og 30 stig í pottinum. Hamilton er með sjö stig á Massa og þeir eiga eftir að keppa í Japan, Kína og Brasilíu. Í fyrra glopraði Hamilton niður 17 stiga forskoti á Raikkönen í tveimur síðustu mótunum og tapaði titlinum með eins stigs mun. En Hamilton hefur trúlega lært af reynslunni og sætti sig við þriðja sætið í mótinu í gær. Sú ákvörðun gæti verið stórt skref í átt að fyrsta titli Hamiltons. Stigastaðan
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira