Íslenskt Væpát í Argentínu Jakob Bjarnar skrifar 15. ágúst 2009 15:00 Væpát þátturinn vinsæli. „Við munum auglýsa eftir þátttakendum auk þess sem við sérveljum nokkra," segir Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Það stendur mikið til á Stöð 2 sem horfir nú fram á risavaxið verkefni sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Tekist hafa samningar við rétthafa hinna vinsælu sjónvarpsþátta „Wipeout" - sem áhorfendur Stöðvar 2 þekkja svo vel - um gerð íslenskrar útgáfu þessara þátta. Fyrir þá sem ekki þekkja ganga þættirnir út á eins konar vatns-leðju-þrautakóng í nokkrum umferðum og detta keppendur út þar til einn stendur eftir sem vatns-þrautakóngur. Tökur fara fram í byrjun október og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 fljótlega eftir áramót. Ekki verður ráðist í að smíða umgjörð eða þrautabraut hér heldur á að fljúga með þátttakendur til Buenos Aires í Argentínu. Þar er að finna heimsins stærstu þrautabraut. Þarna eru bandarísku og bresku þættirnir teknir upp. Og sá íslenski. „Aldrei áður hefur íslensk sjónvarpsstöð fengið að taka upp þáttaröð í erlendri sviðsmynd. Þessir þættir hafa farið sigurgöngu um heiminn þó hugmyndin að þeim sé ekki nema eins og hálfs árs gömul," segir Pálmi. Þátttakendur verða hundrað og tuttugu talsins og verður auglýst eftir þeim sérstaklega í lok þessa mánaðar og sitja umsækjendur meðal áskrifenda Stöðvar 2 fyrir. Má búast við því að handagangur verði í öskjunni því þeir fá flug sér að kostnaðarlausu sem og gistingu og uppihald í Buenos Aires. Auk þess verða nokkrir þátttakenda sérvaldir meðal þekktra Íslendinga og Pálmi segir að leitað verði til fólks úr pólitík, skemmtibransanum, íþróttamanna og kynlegra kvista sem og hins almenna borgara. Spurður um kostnað segir Pálmi hann verulegan, á því sé engin launung, en samt sé það svo að talsvert ódýrara sé að vinna þættina úti í Argentínu og flytja mannskapinn út en smíða leikmyndina hér heima. „Við byggjum loftbrú milli Keflavíkur og Buenos Aires," segir Pálmi. Í þáttunum leika kynnar stórt hlutverk og er ekki búið að ganga frá neinu í þeim efnum. Verið var að ganga frá samningum og nú er verið að skipa í hlutverk. En eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stendur valið á milli þeirra tveggja dúetta sem Stöð 2 hefur reitt sig hvað helst á að undanförnu: Sveppa & Audda eða Simma & Jóa. Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Við munum auglýsa eftir þátttakendum auk þess sem við sérveljum nokkra," segir Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Það stendur mikið til á Stöð 2 sem horfir nú fram á risavaxið verkefni sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Tekist hafa samningar við rétthafa hinna vinsælu sjónvarpsþátta „Wipeout" - sem áhorfendur Stöðvar 2 þekkja svo vel - um gerð íslenskrar útgáfu þessara þátta. Fyrir þá sem ekki þekkja ganga þættirnir út á eins konar vatns-leðju-þrautakóng í nokkrum umferðum og detta keppendur út þar til einn stendur eftir sem vatns-þrautakóngur. Tökur fara fram í byrjun október og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 fljótlega eftir áramót. Ekki verður ráðist í að smíða umgjörð eða þrautabraut hér heldur á að fljúga með þátttakendur til Buenos Aires í Argentínu. Þar er að finna heimsins stærstu þrautabraut. Þarna eru bandarísku og bresku þættirnir teknir upp. Og sá íslenski. „Aldrei áður hefur íslensk sjónvarpsstöð fengið að taka upp þáttaröð í erlendri sviðsmynd. Þessir þættir hafa farið sigurgöngu um heiminn þó hugmyndin að þeim sé ekki nema eins og hálfs árs gömul," segir Pálmi. Þátttakendur verða hundrað og tuttugu talsins og verður auglýst eftir þeim sérstaklega í lok þessa mánaðar og sitja umsækjendur meðal áskrifenda Stöðvar 2 fyrir. Má búast við því að handagangur verði í öskjunni því þeir fá flug sér að kostnaðarlausu sem og gistingu og uppihald í Buenos Aires. Auk þess verða nokkrir þátttakenda sérvaldir meðal þekktra Íslendinga og Pálmi segir að leitað verði til fólks úr pólitík, skemmtibransanum, íþróttamanna og kynlegra kvista sem og hins almenna borgara. Spurður um kostnað segir Pálmi hann verulegan, á því sé engin launung, en samt sé það svo að talsvert ódýrara sé að vinna þættina úti í Argentínu og flytja mannskapinn út en smíða leikmyndina hér heima. „Við byggjum loftbrú milli Keflavíkur og Buenos Aires," segir Pálmi. Í þáttunum leika kynnar stórt hlutverk og er ekki búið að ganga frá neinu í þeim efnum. Verið var að ganga frá samningum og nú er verið að skipa í hlutverk. En eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stendur valið á milli þeirra tveggja dúetta sem Stöð 2 hefur reitt sig hvað helst á að undanförnu: Sveppa & Audda eða Simma & Jóa.
Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira