Telur það ekki hafa verið mistök að senda bréfin Höskuldur Kári Schram skrifar 24. október 2009 18:24 Forseti Íslands segir að það hafi ekki verið mistök að senda bréf til stuðnings íslenskum fjármálafyrirtækjum á sínum tíma. Hann segir að margir hafi reynt að gera bréfin, sem Rannsóknarnefnd alþingis hefur nú til skoðunar, tortryggileg. Forsetinn birti í morgun átta af þeim sautján bréfum sem Rannsóknarnefnd Alþingis hefur nú til skoðunar. Forsetinn segir að þetta sé gert til að draga úr tortryggni í málinu. „Þetta eru óvenjulegir tímar. Það er mikil krafa í þjóðfélaginu að hlutirnir séu uppi á borðinu. Það er nauðsynlegt að eyða tortryggni og þeim fræjum sem menn hafa reynt að sá af því tagi og ég taldi mig ganga eins langt og ég get gengið án þess að skerða eða brjóta þær reglur sem gilda í samskiptum ríkja," segir Ólafur. Um er að ræða meðal annars bréf til Al Gore fyrrum varaforseta Bandaríkjanna um orkumál og til Björgólfs Thors Björgólfssonar, frá árinu 2002, en Björgólfur var þá kjörræðismaður Íslands í Pétursborg í Rússlandi. Í bréfinu þakkar forsetinn Björgólfi fyrir veitta aðstoða í tengslum við heimsókn forsetans til Rússlands. Níu bréf eru enn óbirt en þar er um að ræða bréf til þjóðhöfðingja og annarra æðstu forráðamanna ríkja sem enn eru í embætti. Forsetinn segir það ekki hafa verið mistök að senda bréfin á sínum tíma. „Nei það tel ég alls ekki vera. ég tel ekkert í þessum bréfum sem er óeðlilegt eða með einhverjum hætti sem er ekki sæmandi," segir Ólafur Ragnar. Forsetinn segist ekki vita hvort málið hafi skaðað trúverðugleika forsetaembættisins. „Ég veit það nú svo sem ekki. En það hefur orðið ýmsum sem gjarnan hafa viljað dansa þann dans tilefni til þess að sá allskonar tortryggni og vera með getsakir og svo framvegis," segir Ólafur Ragnar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Forseti Íslands segir að það hafi ekki verið mistök að senda bréf til stuðnings íslenskum fjármálafyrirtækjum á sínum tíma. Hann segir að margir hafi reynt að gera bréfin, sem Rannsóknarnefnd alþingis hefur nú til skoðunar, tortryggileg. Forsetinn birti í morgun átta af þeim sautján bréfum sem Rannsóknarnefnd Alþingis hefur nú til skoðunar. Forsetinn segir að þetta sé gert til að draga úr tortryggni í málinu. „Þetta eru óvenjulegir tímar. Það er mikil krafa í þjóðfélaginu að hlutirnir séu uppi á borðinu. Það er nauðsynlegt að eyða tortryggni og þeim fræjum sem menn hafa reynt að sá af því tagi og ég taldi mig ganga eins langt og ég get gengið án þess að skerða eða brjóta þær reglur sem gilda í samskiptum ríkja," segir Ólafur. Um er að ræða meðal annars bréf til Al Gore fyrrum varaforseta Bandaríkjanna um orkumál og til Björgólfs Thors Björgólfssonar, frá árinu 2002, en Björgólfur var þá kjörræðismaður Íslands í Pétursborg í Rússlandi. Í bréfinu þakkar forsetinn Björgólfi fyrir veitta aðstoða í tengslum við heimsókn forsetans til Rússlands. Níu bréf eru enn óbirt en þar er um að ræða bréf til þjóðhöfðingja og annarra æðstu forráðamanna ríkja sem enn eru í embætti. Forsetinn segir það ekki hafa verið mistök að senda bréfin á sínum tíma. „Nei það tel ég alls ekki vera. ég tel ekkert í þessum bréfum sem er óeðlilegt eða með einhverjum hætti sem er ekki sæmandi," segir Ólafur Ragnar. Forsetinn segist ekki vita hvort málið hafi skaðað trúverðugleika forsetaembættisins. „Ég veit það nú svo sem ekki. En það hefur orðið ýmsum sem gjarnan hafa viljað dansa þann dans tilefni til þess að sá allskonar tortryggni og vera með getsakir og svo framvegis," segir Ólafur Ragnar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira