Nadal í úrslit eftir maraþonviðureign Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2009 14:09 Rafael Nadal fagnar stigi í viðureigninni í dag. Nordic Photos / AFP Spánverjarnir Rafael Nadal og Fernando Verdasco mættust í einni eftirminnilegustu viðureign í undaúrslitum í stórmóti á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag. Skemmst er frá því að segja að Nadal bar sigur úr býtum eftir sannkallaða maraþonviðureign sem stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Þessi viðureign var allt í senn æsispennandi og stórskemmtileg en á endanum var það Nadal sem vann en hann er í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins. Nadal vann 6-7, 6-4, 7-6, 6-7 og 6-4. Fernando Verdasco vakti fyrst athygli á mótinu er hann lagði Bretann Andy Murray í 16-manna úrslitum og hann fylgdi því eftir með sigri á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fjórðungsúrslitunum. Tsonga komst í úrslit mótsins í fyrra. Fyrir viðureignina í dag hafði Nadal ekki tapað setti í öllu mótinu en Verdasco gerði sér lítið og vann fyrstu viðureignina í oddalotu, 7-6 (7-4). Nadal svaraði með því að vinna uppgjöf af Verdasco í stöðunni 5-4 í öðru setti og þar með 6-4. Þriðja sett var æsispennandi þar sem báðir aðilar unnu uppgjafalotur hvor af öðrum en hana þurfti einnig að útkljá í oddasetti. Þar vann Nadal með sjö stigum gegn tveimur. Fjórða settið var í járnum þar til í oddasettinu er Verdasco vann fyrstu sex stigin í oddasettinu og samtals 7-1. Þegar fimmta settið hófst var vel liðið á fimmta klukkutíma viðureignarinnar en báðir keppendur gáfu ekkert eftir. En líkt og í öðru setti náði Nadal að vinna uppgjafarlotu af Verdasco í stöðunni 5-4 og vann þar með ótrúlegan sigur. Verdasco gat þó á endanum sjálfum sér um kennt þar sem hann mistókst í tvígang að gefa löglega uppgjöf en það reyndist úrslitastig viðureignarinnar. Verdasco var síst lakari aðilinn í viðureigninni en gerði einfaldlega of mikið af óþvinguðum mistökum sem dugar ekki gegn besta tenniskappa heims. Nadal mætir á sunnudaginn Roger Federer frá Sviss í úrslitaviðureigninni. Erlendar Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM Sjá meira
Spánverjarnir Rafael Nadal og Fernando Verdasco mættust í einni eftirminnilegustu viðureign í undaúrslitum í stórmóti á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag. Skemmst er frá því að segja að Nadal bar sigur úr býtum eftir sannkallaða maraþonviðureign sem stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Þessi viðureign var allt í senn æsispennandi og stórskemmtileg en á endanum var það Nadal sem vann en hann er í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins. Nadal vann 6-7, 6-4, 7-6, 6-7 og 6-4. Fernando Verdasco vakti fyrst athygli á mótinu er hann lagði Bretann Andy Murray í 16-manna úrslitum og hann fylgdi því eftir með sigri á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fjórðungsúrslitunum. Tsonga komst í úrslit mótsins í fyrra. Fyrir viðureignina í dag hafði Nadal ekki tapað setti í öllu mótinu en Verdasco gerði sér lítið og vann fyrstu viðureignina í oddalotu, 7-6 (7-4). Nadal svaraði með því að vinna uppgjöf af Verdasco í stöðunni 5-4 í öðru setti og þar með 6-4. Þriðja sett var æsispennandi þar sem báðir aðilar unnu uppgjafalotur hvor af öðrum en hana þurfti einnig að útkljá í oddasetti. Þar vann Nadal með sjö stigum gegn tveimur. Fjórða settið var í járnum þar til í oddasettinu er Verdasco vann fyrstu sex stigin í oddasettinu og samtals 7-1. Þegar fimmta settið hófst var vel liðið á fimmta klukkutíma viðureignarinnar en báðir keppendur gáfu ekkert eftir. En líkt og í öðru setti náði Nadal að vinna uppgjafarlotu af Verdasco í stöðunni 5-4 og vann þar með ótrúlegan sigur. Verdasco gat þó á endanum sjálfum sér um kennt þar sem hann mistókst í tvígang að gefa löglega uppgjöf en það reyndist úrslitastig viðureignarinnar. Verdasco var síst lakari aðilinn í viðureigninni en gerði einfaldlega of mikið af óþvinguðum mistökum sem dugar ekki gegn besta tenniskappa heims. Nadal mætir á sunnudaginn Roger Federer frá Sviss í úrslitaviðureigninni.
Erlendar Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM Sjá meira