Ríkisstjórnin með meirihluta 24. apríl 2009 05:45 Útlit er fyrir öruggan sigur vinstri flokkanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það stefnir í að Sjálfstæðisflokkurinn fái verstu útkomu frá stofnun, en 21,9 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Samkvæmt því fengi flokkurinn fimmtán þingmenn, tíu færri en hann hefur nú. Mikill kynjamunur er á stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, 25,8 prósent meðal karla en 16,6 prósent meðal kvenna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist oft með hærra fylgi í könnunum, miðað við úrslit kosninga, en þar sem óvenjustór hluti fyrrverandi sjálfstæðismanna segist í könnunum ekki ætla að kjósa, eða skila auðu, gæti orðið breyting þar á. Samfylkingin yrði samkvæmt þessari könnun stærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en 31,8 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Bætir flokkurinn við sig þremur mönnum frá síðustu kosningum þegar hann fékk átján þingmenn kjörna. Vinstri græn bæta mestu við sig frá síðustu kosningum. 24,1 prósent styður flokkinn nú og myndi hann samkvæmt því fá 16 þingmenn og bæta við sig sjö frá núverandi þingmönnum. Vinstri græn hafa mun meiri stuðning meðal kvenna en karla. Flokkurinn hefur 20,2 prósent meðal karla, en 29,3 prósent meðal kvenna. Framsóknarflokkurinn myndi halda sínum sjö þingmönnum, en 11,3 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins úr Reykjavík norður nær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, kjöri. Borgarahreyfingin fengi fjóra menn kjörna, samkvæmt könnuninni en fylgi hreyfingarinnar er nú 7,1 prósent. Flokkurinn hefur mest fylgi á höfuðborgarsvæðinu og því líklegast að þingmenn flokksins komi þaðan. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Lýðræðishreyfingin myndu ná manni á þing. 2,6 prósent styðja Frjálslynda flokkinn nú, en 1,2 prósent segjast myndu kjósa Lýðræðishreyfinguna. Könnunin var gerð 20.-22. apríl og hringt var í 3.600 manns. -ss/ sjá síður 4 og 6 Kosningar 2009 Tengdar fréttir Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Útlit er fyrir öruggan sigur vinstri flokkanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það stefnir í að Sjálfstæðisflokkurinn fái verstu útkomu frá stofnun, en 21,9 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Samkvæmt því fengi flokkurinn fimmtán þingmenn, tíu færri en hann hefur nú. Mikill kynjamunur er á stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, 25,8 prósent meðal karla en 16,6 prósent meðal kvenna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist oft með hærra fylgi í könnunum, miðað við úrslit kosninga, en þar sem óvenjustór hluti fyrrverandi sjálfstæðismanna segist í könnunum ekki ætla að kjósa, eða skila auðu, gæti orðið breyting þar á. Samfylkingin yrði samkvæmt þessari könnun stærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en 31,8 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Bætir flokkurinn við sig þremur mönnum frá síðustu kosningum þegar hann fékk átján þingmenn kjörna. Vinstri græn bæta mestu við sig frá síðustu kosningum. 24,1 prósent styður flokkinn nú og myndi hann samkvæmt því fá 16 þingmenn og bæta við sig sjö frá núverandi þingmönnum. Vinstri græn hafa mun meiri stuðning meðal kvenna en karla. Flokkurinn hefur 20,2 prósent meðal karla, en 29,3 prósent meðal kvenna. Framsóknarflokkurinn myndi halda sínum sjö þingmönnum, en 11,3 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins úr Reykjavík norður nær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, kjöri. Borgarahreyfingin fengi fjóra menn kjörna, samkvæmt könnuninni en fylgi hreyfingarinnar er nú 7,1 prósent. Flokkurinn hefur mest fylgi á höfuðborgarsvæðinu og því líklegast að þingmenn flokksins komi þaðan. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Lýðræðishreyfingin myndu ná manni á þing. 2,6 prósent styðja Frjálslynda flokkinn nú, en 1,2 prósent segjast myndu kjósa Lýðræðishreyfinguna. Könnunin var gerð 20.-22. apríl og hringt var í 3.600 manns. -ss/ sjá síður 4 og 6
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00