Viðskipti erlent

Annar bandarískur stórbanki laus úr kreppunni

Bandaríski stórbankinn JP Morgan skilar afargóðu uppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung ársins. Er JP Morgan annar stórbankinn vestanhafs sem skilar góðum hagnaði í ár en Goldman Sachs skilaði nýlega svo góðu uppgjöri að það kom flestum í opna skjöldu.

Hagnaður JP Morgan á fyrstu þremur mánuðum ársins reyndist 2,1 milljarður dollara eða rúmlega 250 milljarðar kr. Til samanburðar nam hagnaður bankans á sama tímabili í fyrra 2,4 milljörðum dollara sem er samdráttur um 10%. Með tilliti til fjármálakreppunnar er þetta árangur sem fær hluthafa JP Morgan til að brosa breitt í dag.

Hagnaður JP Morgan er töluvert umfram væntingar sérfræðinga. Hið sama var upp á teningnum með uppgjör Goldman Sachs sem hagnaðist um 1,8 milljarða dollara. Var það tvöfalt á við það sem væntingar voru um.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×