Séra Gunnar getur ekki hunsað biskup Stígur Helgason skrifar 17. október 2009 04:00 Séra Gunnar Björnsson er verulega ósáttur við ákvörðun biskups. Vel á annað hundrað manns mætti á opinn fund sem séra Gunnar Björnsson og stuðningsmenn hans stóðu fyrir á Selfossi í gærkvöldi. Fundurinn hófst með því að gestir sungu saman lagið Fyrr var oft í koti kátt, og voru fundargestir í kjölfarið hvattir til að tjá hug sinn allan. Tilefni fundarins var mál séra Gunnars, en biskup tilkynnti honum bréfleiðis í vikunni að til stæði að færa hann til í starfi. Biskup segir í bréfinu að sér sé vel ljóst að séra Gunnar hafi verið sýknaður af ákæru um kynferðisbrot. „Þrátt fyrir þá niðurstöðu er einsýnt af öllum atvikum að djúpstæður og alvarlegur trúnaðarbrestur hefur myndast milli yðar og þeirra sem fara með málefni safnaðarins,“ segir í bréfinu. „Slíkur trúnaðarbrestur milli sóknarprests og sóknarnefndar veldur því að kirkjulegu starfi í söfnuðinum verður ekki unnt að sinna með eðlilegum hætti ef þér komið til starfa að nýju og einingu innan sóknarinnar yrði beinlínis búin hætta af.“ Sú skylda hvíli á herðum biskups að beita sér fyrir lausn ágreiningsefna, og vegna þess að skýr krafa hafi borist frá sóknarnefnd Selfosskirkju um að Gunnar snúi ekki aftur, hafi biskup því ákveðið að gera Gunnar að sérþjónustupresti út skipunartíma sinn, til 31. maí 2012. Í starfinu felist verkefni á vegum Helgisiðastofu og önnur tilfallandi verkefni og hann geti sinnt því heiman frá sér. Gunnar hefur hins vegar lýst því yfir að hann hyggist hafa ákvörðun biskups að engu. Gunnari er þó ekki stætt á því að hunsa ákvörðunina, að sögn Gests Jónssonar, lögfræðings Biskupsstofu. Ákvörðunin sé meðal annars byggð á 36. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem segir að stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti geti flutt hann í annað embætti heyri þau bæði undir stjórnvaldið. „Hann getur hins vegar borið það upp við dómstóla eins og aðrir hafi hann einhverjar efasemdir um heimildirnar,“ segir Gestur. Tíu prestar rituðu biskupi bréf í september til stuðnings séra Gunnari. Í bréfinu er áhyggjum lýst af þróun málsins, það sé hættulegt fordæmi þegar dómar Hæstaréttar eru sniðgengnir og það sendi vond skilaboð út í íslenskt samfélag. Taki Gunnar ekki aftur við starfi sínu á Selfossi skapist alvarleg fordæmi sem geti orðið hættulegt öllum starfsmönnum kirkjunnar. „Nægjanlegt sé að kæra starfsmann, þar þurfi engar hefðbundnar reglur samfélagsins að gilda. Þar sé starfsfólk, sem ekki hafi þau mannréttindi að hægt sé að sýkna það.“ Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Vel á annað hundrað manns mætti á opinn fund sem séra Gunnar Björnsson og stuðningsmenn hans stóðu fyrir á Selfossi í gærkvöldi. Fundurinn hófst með því að gestir sungu saman lagið Fyrr var oft í koti kátt, og voru fundargestir í kjölfarið hvattir til að tjá hug sinn allan. Tilefni fundarins var mál séra Gunnars, en biskup tilkynnti honum bréfleiðis í vikunni að til stæði að færa hann til í starfi. Biskup segir í bréfinu að sér sé vel ljóst að séra Gunnar hafi verið sýknaður af ákæru um kynferðisbrot. „Þrátt fyrir þá niðurstöðu er einsýnt af öllum atvikum að djúpstæður og alvarlegur trúnaðarbrestur hefur myndast milli yðar og þeirra sem fara með málefni safnaðarins,“ segir í bréfinu. „Slíkur trúnaðarbrestur milli sóknarprests og sóknarnefndar veldur því að kirkjulegu starfi í söfnuðinum verður ekki unnt að sinna með eðlilegum hætti ef þér komið til starfa að nýju og einingu innan sóknarinnar yrði beinlínis búin hætta af.“ Sú skylda hvíli á herðum biskups að beita sér fyrir lausn ágreiningsefna, og vegna þess að skýr krafa hafi borist frá sóknarnefnd Selfosskirkju um að Gunnar snúi ekki aftur, hafi biskup því ákveðið að gera Gunnar að sérþjónustupresti út skipunartíma sinn, til 31. maí 2012. Í starfinu felist verkefni á vegum Helgisiðastofu og önnur tilfallandi verkefni og hann geti sinnt því heiman frá sér. Gunnar hefur hins vegar lýst því yfir að hann hyggist hafa ákvörðun biskups að engu. Gunnari er þó ekki stætt á því að hunsa ákvörðunina, að sögn Gests Jónssonar, lögfræðings Biskupsstofu. Ákvörðunin sé meðal annars byggð á 36. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem segir að stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti geti flutt hann í annað embætti heyri þau bæði undir stjórnvaldið. „Hann getur hins vegar borið það upp við dómstóla eins og aðrir hafi hann einhverjar efasemdir um heimildirnar,“ segir Gestur. Tíu prestar rituðu biskupi bréf í september til stuðnings séra Gunnari. Í bréfinu er áhyggjum lýst af þróun málsins, það sé hættulegt fordæmi þegar dómar Hæstaréttar eru sniðgengnir og það sendi vond skilaboð út í íslenskt samfélag. Taki Gunnar ekki aftur við starfi sínu á Selfossi skapist alvarleg fordæmi sem geti orðið hættulegt öllum starfsmönnum kirkjunnar. „Nægjanlegt sé að kæra starfsmann, þar þurfi engar hefðbundnar reglur samfélagsins að gilda. Þar sé starfsfólk, sem ekki hafi þau mannréttindi að hægt sé að sýkna það.“
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira