Það verða Pittsburgh Steelers og Arizona Cardinals sem leika um ofurskálina í NFL þann 1. febrúar í Tampa. Þetta varð ljóst í nótt eftir að Pittsburgh lagði Baltimore Ravens 23-14 í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.
Lið Steelers var með bestu vörnina í NFL á leiktíðinni og sem fyrr var það varnarleikur liðsins sem skóp sigurinn.
Snertimark frá Troy Polamalu tryggði sigurinn seint í leiknum og Ravens liðið tapaði tveimur boltum í lokin gegn sterkri Steelers vörninni.
Steelers er að leika til úrslita í NFL í sjöunda sinn, en Arizona er að leika til úrslita í fyrsta sinn.