Alberto Aquilani, miðjumaður Roma, er talinn líklegur til að verða keyptur til Liverpool eftir að enska liðið samþykkti tilboð Real Madrid í Xabi Alonso. Síðustu vikur hefur Liverpool lagt jarðveginn fyrir Aquilani og viðræður við ítalska félagið staðið yfir.
Talið er að Liverpool muni formlega bjóða rúmar 15 milljónir punda í Aquailani. Roma hefur gefið það út að félagið þurfi að selja leikmenn til að fjármagna einhver ný kaup og mesta breidd liðsins er á miðjunni.
Aquilani hefur lítið sem ekkert spilað fótbolta síðasta hálfa árið vegna meiðsla á ökkla.