Fylkir nældi í tvö góð stig í N1-deild kvenna í dag er liðið marði tveggja marka sigur á liði Akureyrar, 25-23.
Fylkir í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig eftir sigurinn.
Akureyri sem fyrr í fallsæti með aðeins 3 stig.
Fylkir-Akureyri 25-23 (11-11)
Mörk Fylkis: Elín Helga Jónsdóttir 6, Sunna Jónsdóttir 5, Tinna Soffía Traustadóttir 4, Anna Sif Gunnarsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Ela Kowal 1.
Mörk Akureyri: Arna Erlingsdóttir 8, Martha Hermannsdóttir 7, Emma Sardarsdóttir 3, Ásdís Sigurðardóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 2.