Ross Brawn: Titilinn ekki í höfn 9. júní 2009 14:17 Brawn liðið hefur fagnað sex sigrum á árinu í sjö mótum sem hafa farið fram. Mynd: Getty Images Bretinn Ross Brawn er ekki á því að meistaratitilinn sé í höfn hjá Jenson Button og Brawn liðinu þó Button sé með 26 stiga forskot í stigamóti ökumanna. "Ég lít ekki svo á að titilinn sé okkar. Það getur allt gerst ennþá, það eru 10 mót eftir. Bílarnir geta bilað, eins og gerðist hjá Barrichello um helgina. Ég hef reynslu af titilslag frá Ferrari og það er ekki vænlegt að bóka neitt fyrirfram", sagði Brawn. Brawn ætlar ekki að stýra Button og Barrichello með liðsskipunum í mótunum sem eftir eru, þó Button sé með gott forskot á Barrichello. "Kannski endurskoða ég málin í lok ársins, en þessa stundina er ökumönnum okkar frjálst að keppa innbyrðis. Það er ekki gott að spila á hugarfar ökumanna, þeir verða að fá að keppa, frá fyrstu beygju. Ef þeir gera mistök, þá skoðum við það eftir mót", sagði Brawn. Þegar Brawn var hjá Ferrari var lið hans þekkt fyrir að beita liðsskipunum til að hjálpa Michael Schumacher umfram Rubens Barrichello sem þá var hjá Ferrari. Sjá umfjöllun um Brawn liðið Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Ross Brawn er ekki á því að meistaratitilinn sé í höfn hjá Jenson Button og Brawn liðinu þó Button sé með 26 stiga forskot í stigamóti ökumanna. "Ég lít ekki svo á að titilinn sé okkar. Það getur allt gerst ennþá, það eru 10 mót eftir. Bílarnir geta bilað, eins og gerðist hjá Barrichello um helgina. Ég hef reynslu af titilslag frá Ferrari og það er ekki vænlegt að bóka neitt fyrirfram", sagði Brawn. Brawn ætlar ekki að stýra Button og Barrichello með liðsskipunum í mótunum sem eftir eru, þó Button sé með gott forskot á Barrichello. "Kannski endurskoða ég málin í lok ársins, en þessa stundina er ökumönnum okkar frjálst að keppa innbyrðis. Það er ekki gott að spila á hugarfar ökumanna, þeir verða að fá að keppa, frá fyrstu beygju. Ef þeir gera mistök, þá skoðum við það eftir mót", sagði Brawn. Þegar Brawn var hjá Ferrari var lið hans þekkt fyrir að beita liðsskipunum til að hjálpa Michael Schumacher umfram Rubens Barrichello sem þá var hjá Ferrari. Sjá umfjöllun um Brawn liðið
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira