Fljótasti maður heims, Usain Bolt, er byrjaður að hlaupa á nýjan leik eftir að hafa lent í hrikalega bílslysi sem hann slapp lygilega vel frá.
Aðeins þurfti að sauma nokkur spor í fótinn á Bolt en búið er að taka saumana og Bolt búinn að reima á sig skóna í kjölfarið.
Þjálfari Bolt segir þó alls óvíst hvort Bolt muni taka þátt í 150 metra götuhlaupi í Manchester þann 17. maí sem margir bíða spenntir eftir.
Þjálfarinn segir að Bolt hafi ekki kennt sér mikils meins í fætinum en vill að hann láti reyna frekar á fótinn áður en þeir lofa mætinu í hlaupið sérstaka í Manchester.