Áherslur dómara í Pepsi-deild karla í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2009 15:45 Jóhannes Valgeirsson og aðrir dómarar eiga að taka hart á mótmælum og leikararskap. Mynd/Stefán Gylfi Þór Orrason, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar hitti þjálfarana í Pepsi-deild karla í gær og fór yfir áhersluatriðin. Hér fyrir neðan má sjá lista sem lagður var fram á fundinum en hann má finna á heimasíðu Grindvíkinga. Íslandsmótið í knattspyrnu hefst um helgina. Heil umferð fer fram í Pepsi-deild kvenna á morgun og fyrsta umferðin í Pepsi-deild karla fer fram á sunnudag og mánudag. Dómrarar eru meðal annars hvattir til að sýna hugrekki við að dæma á peysutog og þá sérstaklega í föstum leikatriðum. Dómarar eiga einnig að spjalda umsvifalaust ef leikmenn hópast að þeim, stela sentimetrum í varnarvegg eða reyna að plata dómara með leikaraskap. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir áhersluatriði dómaranefndar sumarið 2009. - Sá leikmaður sem á einhvern hátt er talinn skaða í mynd knattspyrnunnar, innan vallar eða utan getur átt von á því að hljóta fyrir það fjársektir og leikbönn án þess að fá fyrir það aðvaranir eða áminningar áður. Þarna er átt við hverja þá ósæmilegu framkomu sem getur svert ímynd íþróttarinnar. - Ef leikmaður er staddur utan vallar og hefur endað þar án leyfis dómara, er hann talinn vera inni á vellinum, þar til bolti fer næst úr leik. Leikmaður getur þess vegna til dæmis ekki komist upp með að fara út af vellinum til að forðast að vera dæmdur rangstæður. - Þjálfara er leyfilegt að vera eins lengi og hann vill fremst á sínu umráðasvæði (boðvangi), svo lengi sem hann er þar af ábyrgð og er að stjórna sínu liði , en ekki til dæmis að tjá sig um dómgæslu. Aðrir forráðamenn eða varamenn sem eru á varamannabekk og skráðir á leikskýrslu mega engin afskipti hafa af framkvæmd leiksins og eiga að halda sig á bekknum. Aðeins þjálfari fær einhverjar undantekningar frá því að vera á eða við bekkinn. - Dómurum er lagt til að taka sérstaklega harðlega á því ef leikmaður heldur öðrum, togar í hann eða hrindir og á þetta sérstaklega við í föstum leikatriðum. Dómarar eru hvattir til að sýna hugrekki hvað það varðar að taka fast á þessu og dæma umsvifalaust aukaspyrnu á slíkt, eða vítaspyrnu ef brotið er innan teigs og yfirleitt er einnig um áminningu að ræða. - Ef leikmenn úr báðum liðum hópast að dómara eða ef margir leikmenn úr báðum liðum hópast saman til að rífast um atvik í leiknum er dómurum nú skylt að bóka að minnsta kosti einn leikmann úr hvoru liði. Ef leikmaður leggur á sig langa leið til að skipta sér af slíkum uppákomum má hann eiga von á því að verða bókaður, hugsanlega einnig þó hann telji sig vera að reyna að stilla til friðar. - Dómarar eiga að taka hart á öllum leikbrotum er varða föst leikatriði eins og til dæmis aukaspyrnur. Til dæmis á umsvifalaust að bóka leikmann í varnarvegg ef hann reynir að "stela sentimetrum" og færa sig nær boltanum, eða fer of snemma úr veggnum í "árás". Þá skal einnig bóka þann leikmann sem tekur aukaspyrnu fljótt, EF dómari hefur klárlega gefið honum merki um að hann eigi að bíða með spyrnuna þar til hann hefur flautað til merkis um að hún skuli tekin. - Ef leikmaður kemur að einhverju leyti í veg fyrir "vænlega sókn" andstæðinganna með því að brjóta af sér, þá ber dómara að áminna hann, alveg sama hvar á leikvellinumbrotið er framið. - Fyrir alla uppgerð og leikaraskap (þar með talið að velta sér um völlinn, til að reyna að telja dómara trú um að meiðsli séu alvarlegri en þau eru) skal dómari refsa með gulu spjaldi. - Allt sem gæti flokkast undir það að reyna að koma "fellow professional" (þó hann sé í öðru liði) í vandræði (til dæmis reyna að fá á hann gult spjald með einhverjum hætti, eða biðja um spjald á hann), skal refsað fyrir með áminningu. - Dómara ber að refsa leikmanni fyrir alla þá hegðun og það látbragð sem talið er að geti dregið úr virðingu fyrir störfum eða persónu dómarans, með áminningu. - Dómurum ber að beita hagnaðarreglu eftir fremsta megni, en þó er þeim bent á að hafa það í huga að oft getur falist meiri hagnaður í því fyrir lið að fá aukaspyrnu en að leik skuli haldið áfram. - Ef bolti fer í hönd leikmanns ber dómara að meta það sjálfur hvort um hreyfingu handar í átt að knetti er að ræða eða öfugt. Einnig skal hann meta fjarlægð milli leikmanns og knattar, er knöttur fer af stað og hvort um algjört óviljaverk er að ræða í því sambandi. Þá skal hann einnig hafa í huga hvort um "náttúrulega stöðu" handar er að ræða, eða hvort leikmaðurinn "setur" höndina í boltann eða "gerir sig breiðan" í þeim tilgangi að verja til dæmis mark sitt. - Leikmaður telst rangstæður ef hann hefur hagnað af stöðu sinni, eða truflandi áhrif á varnarmann eða markvörð, hvort sem hann kemur við boltann eða ekki. Til að leikmaður sé dæmdur rangstæður, þarf sendingin á hann að vera fram á við. Leikmaður sem er samsíða varnarmanni, er ekki rangstæður og hendur hans einar sér fyrir innan gera hann ekki rangstæðan. Allir aðrir líkamshlutar fyrir innan vörnina gera hann hins vegar rangstæðan. Leikmaður getur verið rangstæður þegar samherji (órangstæður) fær boltann en um leið og sá fær boltann og hinn fer úr rangstöðu, fyrnist fyrra brotið og ber ekki að refsa fyrir það, þó hann hafi forskot vegna fyrri rangstöðu. Aðstoðardómurum er lagt til að flagga alls ekki rangstöðu of snemma, heldur hafa flaggið þungt og sjá hver það er sem snertir boltann, eftir sendinguna. Ekki er hægt að vera rangstæður eftir markspyrnu. Ef bolti "hrekkur af" mótherja (varnarmanni) inn fyrir vörnina á sóknarmann í rangstöðu, skal sóknarmaður dæmdur rangstæður. Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Gylfi Þór Orrason, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar hitti þjálfarana í Pepsi-deild karla í gær og fór yfir áhersluatriðin. Hér fyrir neðan má sjá lista sem lagður var fram á fundinum en hann má finna á heimasíðu Grindvíkinga. Íslandsmótið í knattspyrnu hefst um helgina. Heil umferð fer fram í Pepsi-deild kvenna á morgun og fyrsta umferðin í Pepsi-deild karla fer fram á sunnudag og mánudag. Dómrarar eru meðal annars hvattir til að sýna hugrekki við að dæma á peysutog og þá sérstaklega í föstum leikatriðum. Dómarar eiga einnig að spjalda umsvifalaust ef leikmenn hópast að þeim, stela sentimetrum í varnarvegg eða reyna að plata dómara með leikaraskap. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir áhersluatriði dómaranefndar sumarið 2009. - Sá leikmaður sem á einhvern hátt er talinn skaða í mynd knattspyrnunnar, innan vallar eða utan getur átt von á því að hljóta fyrir það fjársektir og leikbönn án þess að fá fyrir það aðvaranir eða áminningar áður. Þarna er átt við hverja þá ósæmilegu framkomu sem getur svert ímynd íþróttarinnar. - Ef leikmaður er staddur utan vallar og hefur endað þar án leyfis dómara, er hann talinn vera inni á vellinum, þar til bolti fer næst úr leik. Leikmaður getur þess vegna til dæmis ekki komist upp með að fara út af vellinum til að forðast að vera dæmdur rangstæður. - Þjálfara er leyfilegt að vera eins lengi og hann vill fremst á sínu umráðasvæði (boðvangi), svo lengi sem hann er þar af ábyrgð og er að stjórna sínu liði , en ekki til dæmis að tjá sig um dómgæslu. Aðrir forráðamenn eða varamenn sem eru á varamannabekk og skráðir á leikskýrslu mega engin afskipti hafa af framkvæmd leiksins og eiga að halda sig á bekknum. Aðeins þjálfari fær einhverjar undantekningar frá því að vera á eða við bekkinn. - Dómurum er lagt til að taka sérstaklega harðlega á því ef leikmaður heldur öðrum, togar í hann eða hrindir og á þetta sérstaklega við í föstum leikatriðum. Dómarar eru hvattir til að sýna hugrekki hvað það varðar að taka fast á þessu og dæma umsvifalaust aukaspyrnu á slíkt, eða vítaspyrnu ef brotið er innan teigs og yfirleitt er einnig um áminningu að ræða. - Ef leikmenn úr báðum liðum hópast að dómara eða ef margir leikmenn úr báðum liðum hópast saman til að rífast um atvik í leiknum er dómurum nú skylt að bóka að minnsta kosti einn leikmann úr hvoru liði. Ef leikmaður leggur á sig langa leið til að skipta sér af slíkum uppákomum má hann eiga von á því að verða bókaður, hugsanlega einnig þó hann telji sig vera að reyna að stilla til friðar. - Dómarar eiga að taka hart á öllum leikbrotum er varða föst leikatriði eins og til dæmis aukaspyrnur. Til dæmis á umsvifalaust að bóka leikmann í varnarvegg ef hann reynir að "stela sentimetrum" og færa sig nær boltanum, eða fer of snemma úr veggnum í "árás". Þá skal einnig bóka þann leikmann sem tekur aukaspyrnu fljótt, EF dómari hefur klárlega gefið honum merki um að hann eigi að bíða með spyrnuna þar til hann hefur flautað til merkis um að hún skuli tekin. - Ef leikmaður kemur að einhverju leyti í veg fyrir "vænlega sókn" andstæðinganna með því að brjóta af sér, þá ber dómara að áminna hann, alveg sama hvar á leikvellinumbrotið er framið. - Fyrir alla uppgerð og leikaraskap (þar með talið að velta sér um völlinn, til að reyna að telja dómara trú um að meiðsli séu alvarlegri en þau eru) skal dómari refsa með gulu spjaldi. - Allt sem gæti flokkast undir það að reyna að koma "fellow professional" (þó hann sé í öðru liði) í vandræði (til dæmis reyna að fá á hann gult spjald með einhverjum hætti, eða biðja um spjald á hann), skal refsað fyrir með áminningu. - Dómara ber að refsa leikmanni fyrir alla þá hegðun og það látbragð sem talið er að geti dregið úr virðingu fyrir störfum eða persónu dómarans, með áminningu. - Dómurum ber að beita hagnaðarreglu eftir fremsta megni, en þó er þeim bent á að hafa það í huga að oft getur falist meiri hagnaður í því fyrir lið að fá aukaspyrnu en að leik skuli haldið áfram. - Ef bolti fer í hönd leikmanns ber dómara að meta það sjálfur hvort um hreyfingu handar í átt að knetti er að ræða eða öfugt. Einnig skal hann meta fjarlægð milli leikmanns og knattar, er knöttur fer af stað og hvort um algjört óviljaverk er að ræða í því sambandi. Þá skal hann einnig hafa í huga hvort um "náttúrulega stöðu" handar er að ræða, eða hvort leikmaðurinn "setur" höndina í boltann eða "gerir sig breiðan" í þeim tilgangi að verja til dæmis mark sitt. - Leikmaður telst rangstæður ef hann hefur hagnað af stöðu sinni, eða truflandi áhrif á varnarmann eða markvörð, hvort sem hann kemur við boltann eða ekki. Til að leikmaður sé dæmdur rangstæður, þarf sendingin á hann að vera fram á við. Leikmaður sem er samsíða varnarmanni, er ekki rangstæður og hendur hans einar sér fyrir innan gera hann ekki rangstæðan. Allir aðrir líkamshlutar fyrir innan vörnina gera hann hins vegar rangstæðan. Leikmaður getur verið rangstæður þegar samherji (órangstæður) fær boltann en um leið og sá fær boltann og hinn fer úr rangstöðu, fyrnist fyrra brotið og ber ekki að refsa fyrir það, þó hann hafi forskot vegna fyrri rangstöðu. Aðstoðardómurum er lagt til að flagga alls ekki rangstöðu of snemma, heldur hafa flaggið þungt og sjá hver það er sem snertir boltann, eftir sendinguna. Ekki er hægt að vera rangstæður eftir markspyrnu. Ef bolti "hrekkur af" mótherja (varnarmanni) inn fyrir vörnina á sóknarmann í rangstöðu, skal sóknarmaður dæmdur rangstæður.
Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti