Það hefur færst í aukana að stórfyrirtæki fái leikmenn í NFL-deildinni til þess að fagna snertimörkum á þann hátt að fagnið auglýsi vörur þeirra.
Nýjasta dæmið er þegar Brian Celek, leikmaður Philadelphia Eagles, fagnaði snertimarki með því að setja sig í stellingar til þess að minna á sjóræningjann framan á Captan Morgan-flöskunum.
Celek stillti sér upp fyrir framan myndavél, lyfti upp hægri fætinum og setti hendur á mjaðmir. Rétt eins og sjóræninginn.
Nú hefur NFL bannað þetta fagn því þeir hafa komist að því að áfengisframleiðandinn hafi reynt að kaupa fleiri leikmenn til þess að auglýsa vínið á þennan hátt.
Allt er þetta hluti af stórri auglýsingaherferð og fá leikmennirnir vel greitt fyrir athæfið.
Hægt er að sjá fagnið umdeilda hér.