Hnefaleikakapparnir David Haye og Nikolai Valuev voru vigtaðir í Nürnberg í Þýskalandi í dag fyrir bardaga kappanna sem fram fer á laugardagskvöld.
Bardaginn hefur gengið undir nafninu Davíð á móti Golíat vegna hæðar -og þyngdarmunar á köppunum tveimur.
Þrátt fyrir að hinn 1,90 metra hái Haye hafi aldrei vigtast þyngri en hann gerði í dag eða 99 kíló þá er hann samt tæpum 45 kílóum léttari en hinn 2,13 metra hái Valuev.
Bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 22.50 á laugardagskvöld.