Ekki meir, ekki meir 21. desember 2009 06:00 Þórólfur Matthíasson skrifar til landsverjenda Sögur af fátæku fólki þriðja heimsins og basli þess voru fastur liður í jólaheftum blaða og tímarita sem ég las í æsku. Þessar sögur voru nokkur svölun þeim sem lítt var kunnur högum fólks í útlöndum. Seinni tíma reynsla sýnir reyndar að þessar jólasögur voru slæm heimild um útlönd, en góð heimild um hugarheim þeirra sem rituðu og birtu. Þessar sögur rifjuðust upp fyrir mér um daginn þegar ég fékk upphringingu frá erlendum blaðamanni sem var að vinna grein í jólahefti blaðs síns. Þegar nokkuð var komið inn í samtalið áttaði ég mig á því að Íslendingar eru nú í hlutverki litaða fátæka fólksins í jólaheftum æsku minnar. Spurningarnar sem ég fékk voru þessar: Hefur verið nokkur jólaverslun? Eru ekki margar verslunargluggar tómir? Er ekki rétt að ríkissjóður skuldi 300% af vergri landsframleiðslu? Hvernig verður maður var við fátækt á götum úti í Reykjavík? Er ekki annar hver maður atvinnulaus? Er þetta ekki allt alveg svakalega erfitt? Staðreyndavillurnar í jólasögum æskunnar áttu vísast upptök sín í hugarheimi fyrsta heims höfunda og sagnaskrifara. Freistandi er að halda því fram að staðreyndavillurnar í máli viðmælanda míns eigi sér sömu rót vanþekkingar og alhæfingarþarfar. En því miður er ekki svo. Ákveðinn hópur Íslendinga hefur haldið þessari mynd að umheiminum. Þeir ýkja skuldatölur (hrein skuld ríkissjóðs er innan við ein landsframleiðsla, margar þjóðir skulda meira), þeir kjósa að einblína á aukningu atvinnuleysis (sem er hábölvuð) en nefna ekki að atvinnuleysi hér er minna en víða í nágrannalöndunum, þeir nefna ekki að þrátt fyrir bankahrun eru þjóðartekjur á mann með þeim hæstu í heiminum. Og ekki veit ég hvaðan viðmælanda mínum kom sú hugmynd að Íslendingar færu ekki í búðir fyrir jólin. Margir þegnar þriðja heimsins kunna því illa að vera umfjöllunarefni í ýkjusögum meðal þjóða fyrsta heimsins. Ég hef nú betri skilning á því hvers vegna. Það er óskemmtilegt verk að leiðrétta ranghugmyndir. Ég vil því gera umrituð orð gengins stórmennis að mínum: Landsverjendur, ekki meir, ekki meir. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson skrifar til landsverjenda Sögur af fátæku fólki þriðja heimsins og basli þess voru fastur liður í jólaheftum blaða og tímarita sem ég las í æsku. Þessar sögur voru nokkur svölun þeim sem lítt var kunnur högum fólks í útlöndum. Seinni tíma reynsla sýnir reyndar að þessar jólasögur voru slæm heimild um útlönd, en góð heimild um hugarheim þeirra sem rituðu og birtu. Þessar sögur rifjuðust upp fyrir mér um daginn þegar ég fékk upphringingu frá erlendum blaðamanni sem var að vinna grein í jólahefti blaðs síns. Þegar nokkuð var komið inn í samtalið áttaði ég mig á því að Íslendingar eru nú í hlutverki litaða fátæka fólksins í jólaheftum æsku minnar. Spurningarnar sem ég fékk voru þessar: Hefur verið nokkur jólaverslun? Eru ekki margar verslunargluggar tómir? Er ekki rétt að ríkissjóður skuldi 300% af vergri landsframleiðslu? Hvernig verður maður var við fátækt á götum úti í Reykjavík? Er ekki annar hver maður atvinnulaus? Er þetta ekki allt alveg svakalega erfitt? Staðreyndavillurnar í jólasögum æskunnar áttu vísast upptök sín í hugarheimi fyrsta heims höfunda og sagnaskrifara. Freistandi er að halda því fram að staðreyndavillurnar í máli viðmælanda míns eigi sér sömu rót vanþekkingar og alhæfingarþarfar. En því miður er ekki svo. Ákveðinn hópur Íslendinga hefur haldið þessari mynd að umheiminum. Þeir ýkja skuldatölur (hrein skuld ríkissjóðs er innan við ein landsframleiðsla, margar þjóðir skulda meira), þeir kjósa að einblína á aukningu atvinnuleysis (sem er hábölvuð) en nefna ekki að atvinnuleysi hér er minna en víða í nágrannalöndunum, þeir nefna ekki að þrátt fyrir bankahrun eru þjóðartekjur á mann með þeim hæstu í heiminum. Og ekki veit ég hvaðan viðmælanda mínum kom sú hugmynd að Íslendingar færu ekki í búðir fyrir jólin. Margir þegnar þriðja heimsins kunna því illa að vera umfjöllunarefni í ýkjusögum meðal þjóða fyrsta heimsins. Ég hef nú betri skilning á því hvers vegna. Það er óskemmtilegt verk að leiðrétta ranghugmyndir. Ég vil því gera umrituð orð gengins stórmennis að mínum: Landsverjendur, ekki meir, ekki meir. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun