Ekki meir, ekki meir 21. desember 2009 06:00 Þórólfur Matthíasson skrifar til landsverjenda Sögur af fátæku fólki þriðja heimsins og basli þess voru fastur liður í jólaheftum blaða og tímarita sem ég las í æsku. Þessar sögur voru nokkur svölun þeim sem lítt var kunnur högum fólks í útlöndum. Seinni tíma reynsla sýnir reyndar að þessar jólasögur voru slæm heimild um útlönd, en góð heimild um hugarheim þeirra sem rituðu og birtu. Þessar sögur rifjuðust upp fyrir mér um daginn þegar ég fékk upphringingu frá erlendum blaðamanni sem var að vinna grein í jólahefti blaðs síns. Þegar nokkuð var komið inn í samtalið áttaði ég mig á því að Íslendingar eru nú í hlutverki litaða fátæka fólksins í jólaheftum æsku minnar. Spurningarnar sem ég fékk voru þessar: Hefur verið nokkur jólaverslun? Eru ekki margar verslunargluggar tómir? Er ekki rétt að ríkissjóður skuldi 300% af vergri landsframleiðslu? Hvernig verður maður var við fátækt á götum úti í Reykjavík? Er ekki annar hver maður atvinnulaus? Er þetta ekki allt alveg svakalega erfitt? Staðreyndavillurnar í jólasögum æskunnar áttu vísast upptök sín í hugarheimi fyrsta heims höfunda og sagnaskrifara. Freistandi er að halda því fram að staðreyndavillurnar í máli viðmælanda míns eigi sér sömu rót vanþekkingar og alhæfingarþarfar. En því miður er ekki svo. Ákveðinn hópur Íslendinga hefur haldið þessari mynd að umheiminum. Þeir ýkja skuldatölur (hrein skuld ríkissjóðs er innan við ein landsframleiðsla, margar þjóðir skulda meira), þeir kjósa að einblína á aukningu atvinnuleysis (sem er hábölvuð) en nefna ekki að atvinnuleysi hér er minna en víða í nágrannalöndunum, þeir nefna ekki að þrátt fyrir bankahrun eru þjóðartekjur á mann með þeim hæstu í heiminum. Og ekki veit ég hvaðan viðmælanda mínum kom sú hugmynd að Íslendingar færu ekki í búðir fyrir jólin. Margir þegnar þriðja heimsins kunna því illa að vera umfjöllunarefni í ýkjusögum meðal þjóða fyrsta heimsins. Ég hef nú betri skilning á því hvers vegna. Það er óskemmtilegt verk að leiðrétta ranghugmyndir. Ég vil því gera umrituð orð gengins stórmennis að mínum: Landsverjendur, ekki meir, ekki meir. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson skrifar til landsverjenda Sögur af fátæku fólki þriðja heimsins og basli þess voru fastur liður í jólaheftum blaða og tímarita sem ég las í æsku. Þessar sögur voru nokkur svölun þeim sem lítt var kunnur högum fólks í útlöndum. Seinni tíma reynsla sýnir reyndar að þessar jólasögur voru slæm heimild um útlönd, en góð heimild um hugarheim þeirra sem rituðu og birtu. Þessar sögur rifjuðust upp fyrir mér um daginn þegar ég fékk upphringingu frá erlendum blaðamanni sem var að vinna grein í jólahefti blaðs síns. Þegar nokkuð var komið inn í samtalið áttaði ég mig á því að Íslendingar eru nú í hlutverki litaða fátæka fólksins í jólaheftum æsku minnar. Spurningarnar sem ég fékk voru þessar: Hefur verið nokkur jólaverslun? Eru ekki margar verslunargluggar tómir? Er ekki rétt að ríkissjóður skuldi 300% af vergri landsframleiðslu? Hvernig verður maður var við fátækt á götum úti í Reykjavík? Er ekki annar hver maður atvinnulaus? Er þetta ekki allt alveg svakalega erfitt? Staðreyndavillurnar í jólasögum æskunnar áttu vísast upptök sín í hugarheimi fyrsta heims höfunda og sagnaskrifara. Freistandi er að halda því fram að staðreyndavillurnar í máli viðmælanda míns eigi sér sömu rót vanþekkingar og alhæfingarþarfar. En því miður er ekki svo. Ákveðinn hópur Íslendinga hefur haldið þessari mynd að umheiminum. Þeir ýkja skuldatölur (hrein skuld ríkissjóðs er innan við ein landsframleiðsla, margar þjóðir skulda meira), þeir kjósa að einblína á aukningu atvinnuleysis (sem er hábölvuð) en nefna ekki að atvinnuleysi hér er minna en víða í nágrannalöndunum, þeir nefna ekki að þrátt fyrir bankahrun eru þjóðartekjur á mann með þeim hæstu í heiminum. Og ekki veit ég hvaðan viðmælanda mínum kom sú hugmynd að Íslendingar færu ekki í búðir fyrir jólin. Margir þegnar þriðja heimsins kunna því illa að vera umfjöllunarefni í ýkjusögum meðal þjóða fyrsta heimsins. Ég hef nú betri skilning á því hvers vegna. Það er óskemmtilegt verk að leiðrétta ranghugmyndir. Ég vil því gera umrituð orð gengins stórmennis að mínum: Landsverjendur, ekki meir, ekki meir. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun