Raikkönen til McLaren og Alonso til Ferrari 28. september 2009 09:52 Alonso og Massa verða saman hjá Ferrari á næsta ári, en Raikkönen fer aftur til McLaren. mynd: Getty Images Allt bendir til þess að Finninn Kimi Raikkönen yfirgefi herbúðir Ferrari í lok þessa tímabils og gangi til liðs við McLaren að nýju. Hann ók hjá liðinu í fimm ár. Að sama skapi verður Fernando Alonso hjá Ferrari á næsta ári. Mikið hefur verið rætt og ritað um það að Alonso fari til Ferrari, en nú virðast teikn á lofti þess efnis að ráðhagurinn verði tilkynntur á Suzuka brautinni í Japan um næstu helgi. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir tilkynningu þess efnis líklega á næstu dögum. Felipe Massa verður áfram ökumaður Ferrari og ekur á móti Alonso. Raikkönen starfaði í fimm ár með McLaren, en yfirgaf liðið til að vinna með Ferrari. Vist hans hefur ekki verið sérlega ábatasöm fyrir Ferrari og Raikkönen leiddist hreinlega meirihluta síðasta árs. Svo hefur bíllinn ekki virkað sem skyldi í ár. Raikkönen mun aka á móti Lewis Hamilton með McLaren og Nobert Haug hjá McLaren Mercedes segir að það verði ekki vandamál að tvær stórstjörnur vinni hjá McLaren. Liðið réð þó illa við að höndla Alonso og Hamilton árið 2007. Sjá meira um málið Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Allt bendir til þess að Finninn Kimi Raikkönen yfirgefi herbúðir Ferrari í lok þessa tímabils og gangi til liðs við McLaren að nýju. Hann ók hjá liðinu í fimm ár. Að sama skapi verður Fernando Alonso hjá Ferrari á næsta ári. Mikið hefur verið rætt og ritað um það að Alonso fari til Ferrari, en nú virðast teikn á lofti þess efnis að ráðhagurinn verði tilkynntur á Suzuka brautinni í Japan um næstu helgi. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir tilkynningu þess efnis líklega á næstu dögum. Felipe Massa verður áfram ökumaður Ferrari og ekur á móti Alonso. Raikkönen starfaði í fimm ár með McLaren, en yfirgaf liðið til að vinna með Ferrari. Vist hans hefur ekki verið sérlega ábatasöm fyrir Ferrari og Raikkönen leiddist hreinlega meirihluta síðasta árs. Svo hefur bíllinn ekki virkað sem skyldi í ár. Raikkönen mun aka á móti Lewis Hamilton með McLaren og Nobert Haug hjá McLaren Mercedes segir að það verði ekki vandamál að tvær stórstjörnur vinni hjá McLaren. Liðið réð þó illa við að höndla Alonso og Hamilton árið 2007. Sjá meira um málið
Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira