Ólafur Ingi af stað á nýjan leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. maí 2009 08:00 Ólafur Ingi Skúlason, lengst til vinstri, fagnar marki í leik með Helsingborg. Nordic Photos / AFP Ólafur Ingi Skúlason byrjar að spila knattspyrnu í næstu viku eftir sjö mánaða hlé vegna meiðsla. Hann er á mála hjá sænska liðinu Helsinborg og hefur verið þar síðan 2007. Ólafur Ingi spilaði hins vegar lítið með liðinu í fyrra og í september varð hann fyrir því óláni að slíta krossbönd í hægra hné. Árið 2005 sleit hann krossbönd í vinstra hné en hann var þá á mála hjá Brentford í Englandi. Það hefur því gengið á ýmsu hjá þessum 26 ára gamla Árbæingi. „Undanfarnar fjórar vikur hef ég verið að æfa með aðalliðinu. Ég hef þó ekki verið að beita mér að fullu og fengið að vera hálfgert súkkulaði." Hann fékk þó góðar fréttir í vikunni. „Ég hef verið að fara í styrkleikapróf á hnénu og nú hef ég fengið grænt ljós frá læknum félagsins. Ég get því byrjað að spila á ný." Ólafur Ingi mun fyrst um sinn spila með varaliði Helsingborg og leikur með því á þriðjudaginn næstkomandi. „Ég mun spila í 45 mínútur í þessum leik og munum við þá meta stöðuna. Við munum fara okkur hægt til að byrja með því við viljum að þetta verði gert eins vel og hægt er. Sænska deildin fer í frí í júní og ef ég næ leik með aðalliðinu fyrir þann tíma væri það bónus. Aðalmálið er að koma mér í almennilegt leikform." „Liðið hefur þar að auki verið að spila vel. Við erum í efsta sæti deildarinnar og tökum líka þátt í Evrópukeppninni á þessari leiktíð. En það er vitaskuld mitt markmið að vera fastamaður í þessu liði. Ef ég er heill heilsu á ég fullt erindi í þetta lið." Samningur Ólafs Inga við Helsingborg rennur út að tímabillinu loknu en hann segir að forráðamenn liðsins vilja halda sér. „Þeir vilja fara að ræða nýjan samning strax og þeir hafa áður sagt mér að ég eigi að vera einn af framtíðarleikmönnum liðsins. Það er mjög jákvætt fyrir mig og gott að vita að stuðningi við mig. Hvað gerist svo er annað mál og verður bara að fá að koma í ljós." Sem fyrr segir gekk Ólafur Ingi í raðir Helsingborg frá Brentford í Englandi árið 2007. Honum gekk vel á sínu fyrsta tímabili með liðinu og vann sér fljótlega fast sæti í byrjunarliðinu. Liðið náði langt í UEFA-bikarkeppninni og þar að auki vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu. „Svo meiddist ég í apríl í fyrra þar sem í ljós kom að krossbandið væri rifið en þó ekki alveg slitið. Ákveðið var að reyna að styrkja hnéð með endurhæfingu í stað þess að fara í aðgerð." „Sú endurhæfing tók þrjá mánuði. Ég byrjaði að spila aftur í ágúst og í mínum fyrsta leik í byrjunarliði, sem var í september, lenti ég í tæklingu eftir aðeins átta mínútur og þá fór krossbandið alveg. Ég var því meiddur nánast allt tímabilið í fyrra." Hann segir að endurhæfingin hafi gengið betur nú en þegar hann sleit krossband í vinstra hné árið 2005. „Það er nokkuð gott að geta byrjað að spila aftur sjö mánuðum eftir aðgerð. Þetta lítur bara mjög vel út núna og hlakka ég til að geta byrjað að spila loksins aftur." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason byrjar að spila knattspyrnu í næstu viku eftir sjö mánaða hlé vegna meiðsla. Hann er á mála hjá sænska liðinu Helsinborg og hefur verið þar síðan 2007. Ólafur Ingi spilaði hins vegar lítið með liðinu í fyrra og í september varð hann fyrir því óláni að slíta krossbönd í hægra hné. Árið 2005 sleit hann krossbönd í vinstra hné en hann var þá á mála hjá Brentford í Englandi. Það hefur því gengið á ýmsu hjá þessum 26 ára gamla Árbæingi. „Undanfarnar fjórar vikur hef ég verið að æfa með aðalliðinu. Ég hef þó ekki verið að beita mér að fullu og fengið að vera hálfgert súkkulaði." Hann fékk þó góðar fréttir í vikunni. „Ég hef verið að fara í styrkleikapróf á hnénu og nú hef ég fengið grænt ljós frá læknum félagsins. Ég get því byrjað að spila á ný." Ólafur Ingi mun fyrst um sinn spila með varaliði Helsingborg og leikur með því á þriðjudaginn næstkomandi. „Ég mun spila í 45 mínútur í þessum leik og munum við þá meta stöðuna. Við munum fara okkur hægt til að byrja með því við viljum að þetta verði gert eins vel og hægt er. Sænska deildin fer í frí í júní og ef ég næ leik með aðalliðinu fyrir þann tíma væri það bónus. Aðalmálið er að koma mér í almennilegt leikform." „Liðið hefur þar að auki verið að spila vel. Við erum í efsta sæti deildarinnar og tökum líka þátt í Evrópukeppninni á þessari leiktíð. En það er vitaskuld mitt markmið að vera fastamaður í þessu liði. Ef ég er heill heilsu á ég fullt erindi í þetta lið." Samningur Ólafs Inga við Helsingborg rennur út að tímabillinu loknu en hann segir að forráðamenn liðsins vilja halda sér. „Þeir vilja fara að ræða nýjan samning strax og þeir hafa áður sagt mér að ég eigi að vera einn af framtíðarleikmönnum liðsins. Það er mjög jákvætt fyrir mig og gott að vita að stuðningi við mig. Hvað gerist svo er annað mál og verður bara að fá að koma í ljós." Sem fyrr segir gekk Ólafur Ingi í raðir Helsingborg frá Brentford í Englandi árið 2007. Honum gekk vel á sínu fyrsta tímabili með liðinu og vann sér fljótlega fast sæti í byrjunarliðinu. Liðið náði langt í UEFA-bikarkeppninni og þar að auki vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu. „Svo meiddist ég í apríl í fyrra þar sem í ljós kom að krossbandið væri rifið en þó ekki alveg slitið. Ákveðið var að reyna að styrkja hnéð með endurhæfingu í stað þess að fara í aðgerð." „Sú endurhæfing tók þrjá mánuði. Ég byrjaði að spila aftur í ágúst og í mínum fyrsta leik í byrjunarliði, sem var í september, lenti ég í tæklingu eftir aðeins átta mínútur og þá fór krossbandið alveg. Ég var því meiddur nánast allt tímabilið í fyrra." Hann segir að endurhæfingin hafi gengið betur nú en þegar hann sleit krossband í vinstra hné árið 2005. „Það er nokkuð gott að geta byrjað að spila aftur sjö mánuðum eftir aðgerð. Þetta lítur bara mjög vel út núna og hlakka ég til að geta byrjað að spila loksins aftur."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira