Landsliðsmaðurinn og fyrirliði Vals, Bjarni Ólafur Eiríksson, er mættur til Osló þar sem hann verður til reynslu hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Vålerenga.
Þessi tíðindi eru staðfest á heimasíðu norska liðsins í dag. Bjarni byrjaði á því að fara í læknisskoðun en mætir svo á æfingu hjá liðinu á morgun.
Vålerenga siglir lygnan sjó í norsku úrvalsdeildinni og er í níunda sæti deildarinnar sem stendur.