Fimm sækja um að fá að halda unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina.
Til stóð að mótið yrði í Grundarfirði en Héraðssamband Strandamanna óskaði eftir því að fá að halda mótið á næsta ári. Á stjórnarfundi UMFÍ í dag verður tekin ákvörðun um hvar mótið verður í sumar.
Fimm staðir sækja um að fá unglingalandsmótið; Laugar í Reykjadal, Borgarnes, Sauðárkrókur, Vík í Mýrdal og Egilssstaðir.
Síðasta sumar voru rúmlega 10 þúsund manns á unglingalandsmótinu í Þorlákshöfn. Unglingalandsmótið fór þá fram í 11. sinn og þótti takast einstaklega vel.

