Hamilton: Átti ekki von á sigri 26. júlí 2009 15:24 Lewis Hamilton hafði ekki unnið mót frá því í fyrra, en vann öruggan sigur í Búdapest í dag. Lewis Hamilton frá Bretlandi vann nokkuð öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Búdapest í dag. Hann varð á undan Kimi Raikkönen á Ferrari og Mark Webber á Red Bull. Hamilton varð ekki ógnað eftir að Fernando Alonso féll úr leik þegar hann missti framhjól undan bílnum í þjónustuhlé, eftir að hafa verið í forystu og eftir að hafa komist laglega framúr Webber í upphafi mótsins. "Það er frábær tilfinning að sigra á ný og McLaren er komið á beinu brautina. Ég er stoltur af liðinu og allir hafa lagst á eitt að ná þessu marki, eftir slakt gengi á árinu", sagði Hamilton eftir sigurinn. "Ég átti ekki vona á sigri um þessa mótshelgi. Ég hélt við hefðum ekki hraðann til þess, en bíllinn var frábær í dag. En við verðum að framþróa bílinn og berjast í þeim mótum sem eftir eru. Það er ekki okkar stíll að leggja árar í bát á miðju tímabili", sagði Hamilton. Orð sem gætu hrætt Red Bull og McLaren menn, sem hafa til þessa barist um meistaratitlanna tvo. Jenson Button sem leiðir mótið, gekk fremur illa og var í vandræðum með dekkin alla keppnina. Hann er nú 18,5 stigum á undan Webber í stigamóti ökumanna, en Sebastian Vettel sem var annar í stigamótinu féll úr leik vegna bilunnar í bílnum. Sjá stigastöðuna Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton frá Bretlandi vann nokkuð öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Búdapest í dag. Hann varð á undan Kimi Raikkönen á Ferrari og Mark Webber á Red Bull. Hamilton varð ekki ógnað eftir að Fernando Alonso féll úr leik þegar hann missti framhjól undan bílnum í þjónustuhlé, eftir að hafa verið í forystu og eftir að hafa komist laglega framúr Webber í upphafi mótsins. "Það er frábær tilfinning að sigra á ný og McLaren er komið á beinu brautina. Ég er stoltur af liðinu og allir hafa lagst á eitt að ná þessu marki, eftir slakt gengi á árinu", sagði Hamilton eftir sigurinn. "Ég átti ekki vona á sigri um þessa mótshelgi. Ég hélt við hefðum ekki hraðann til þess, en bíllinn var frábær í dag. En við verðum að framþróa bílinn og berjast í þeim mótum sem eftir eru. Það er ekki okkar stíll að leggja árar í bát á miðju tímabili", sagði Hamilton. Orð sem gætu hrætt Red Bull og McLaren menn, sem hafa til þessa barist um meistaratitlanna tvo. Jenson Button sem leiðir mótið, gekk fremur illa og var í vandræðum með dekkin alla keppnina. Hann er nú 18,5 stigum á undan Webber í stigamóti ökumanna, en Sebastian Vettel sem var annar í stigamótinu féll úr leik vegna bilunnar í bílnum. Sjá stigastöðuna
Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira