Þöggunarhugsun Ögmundar Þorsteinn Pálsson skrifar 24. júní 2009 06:00 Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra skrifaði mánudagsgrein hér í blaðið undir fyrirsögninni: Þöggunarkrafa Þorsteins. Þar var vísað til þeirra ummæla minna að ráðherrann tali enn gegn samstarfssamningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég dró þá ályktun af þessari staðreynd að hún væri veikleikamerki fyrir ríkisstjórnina. Ráðherrann telur að í því mati felist krafa um þöggun. Núverandi ríkisstjórn kaus að halda áfram því samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrri ríkisstjórn ákvað. Nýir flokkar í ríkisstjórn þurfa oft að miðla málum og kyngja hlutum sem þeir hafa áður verið andvígir. Ég gagnrýndi ekki flokk ráðherrans fyrir þá ákvörðun, þó að hún hafi verið stærri biti í háls en spurnir eru af við líkar aðstæður. Enginn þarf að skammast sín fyrir að skipta um skoðun þegar meiri hagsmunir krefjast þess eins og einatt er við ríkisstjórnarmyndanir. Hitt er veikleikamerki að gera hvort tveggja í senn að sitja í ríkisstjórn og tala gegn grundvelli stefnu hennar í efnahags- og ríkisfjármálum. Ég andmælti hins vegar ekki rétti heilbrigðisráðherrans til þess. Vegna ásakana ráðherrans um þöggunarkröfu af minni hálfu er rétt að hafa í huga að ég hef enga hagsmuni af því að þagga niður umræðu um þennan ágreining. En heilbrigðisráðherrann getur ekki með rökum andmælt því að áframhaldandi andstaða hans við Alþjóðagjaldeyrissjóðssamvinnuna rýrir trúverðugleika fjármálaráðherrans sem dag hvern þarf að halda uppi vörnum fyrir hana. Andstaðan er líka til þess fallin að draga úr trú manna á að nægjanleg samstaða sé í ríkisstjórninni til þess að fullnægja kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum þegar til lengdar lætur. Vel má vera að ráðherrann telji þetta nauðsynlegt lýðræðisins vegna. Í því felst hins vegar engin ný lýðræðishugsun, heldur pólitískur veruleiki sem oft hefur verið uppi í ríkisstjórnum sem ekki eru einhuga. Ályktun mín um að þetta sé dæmi um veikleika standur því óhögguð. Höfundur er fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra skrifaði mánudagsgrein hér í blaðið undir fyrirsögninni: Þöggunarkrafa Þorsteins. Þar var vísað til þeirra ummæla minna að ráðherrann tali enn gegn samstarfssamningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég dró þá ályktun af þessari staðreynd að hún væri veikleikamerki fyrir ríkisstjórnina. Ráðherrann telur að í því mati felist krafa um þöggun. Núverandi ríkisstjórn kaus að halda áfram því samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrri ríkisstjórn ákvað. Nýir flokkar í ríkisstjórn þurfa oft að miðla málum og kyngja hlutum sem þeir hafa áður verið andvígir. Ég gagnrýndi ekki flokk ráðherrans fyrir þá ákvörðun, þó að hún hafi verið stærri biti í háls en spurnir eru af við líkar aðstæður. Enginn þarf að skammast sín fyrir að skipta um skoðun þegar meiri hagsmunir krefjast þess eins og einatt er við ríkisstjórnarmyndanir. Hitt er veikleikamerki að gera hvort tveggja í senn að sitja í ríkisstjórn og tala gegn grundvelli stefnu hennar í efnahags- og ríkisfjármálum. Ég andmælti hins vegar ekki rétti heilbrigðisráðherrans til þess. Vegna ásakana ráðherrans um þöggunarkröfu af minni hálfu er rétt að hafa í huga að ég hef enga hagsmuni af því að þagga niður umræðu um þennan ágreining. En heilbrigðisráðherrann getur ekki með rökum andmælt því að áframhaldandi andstaða hans við Alþjóðagjaldeyrissjóðssamvinnuna rýrir trúverðugleika fjármálaráðherrans sem dag hvern þarf að halda uppi vörnum fyrir hana. Andstaðan er líka til þess fallin að draga úr trú manna á að nægjanleg samstaða sé í ríkisstjórninni til þess að fullnægja kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum þegar til lengdar lætur. Vel má vera að ráðherrann telji þetta nauðsynlegt lýðræðisins vegna. Í því felst hins vegar engin ný lýðræðishugsun, heldur pólitískur veruleiki sem oft hefur verið uppi í ríkisstjórnum sem ekki eru einhuga. Ályktun mín um að þetta sé dæmi um veikleika standur því óhögguð. Höfundur er fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun