Þöggunarhugsun Ögmundar Þorsteinn Pálsson skrifar 24. júní 2009 06:00 Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra skrifaði mánudagsgrein hér í blaðið undir fyrirsögninni: Þöggunarkrafa Þorsteins. Þar var vísað til þeirra ummæla minna að ráðherrann tali enn gegn samstarfssamningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég dró þá ályktun af þessari staðreynd að hún væri veikleikamerki fyrir ríkisstjórnina. Ráðherrann telur að í því mati felist krafa um þöggun. Núverandi ríkisstjórn kaus að halda áfram því samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrri ríkisstjórn ákvað. Nýir flokkar í ríkisstjórn þurfa oft að miðla málum og kyngja hlutum sem þeir hafa áður verið andvígir. Ég gagnrýndi ekki flokk ráðherrans fyrir þá ákvörðun, þó að hún hafi verið stærri biti í háls en spurnir eru af við líkar aðstæður. Enginn þarf að skammast sín fyrir að skipta um skoðun þegar meiri hagsmunir krefjast þess eins og einatt er við ríkisstjórnarmyndanir. Hitt er veikleikamerki að gera hvort tveggja í senn að sitja í ríkisstjórn og tala gegn grundvelli stefnu hennar í efnahags- og ríkisfjármálum. Ég andmælti hins vegar ekki rétti heilbrigðisráðherrans til þess. Vegna ásakana ráðherrans um þöggunarkröfu af minni hálfu er rétt að hafa í huga að ég hef enga hagsmuni af því að þagga niður umræðu um þennan ágreining. En heilbrigðisráðherrann getur ekki með rökum andmælt því að áframhaldandi andstaða hans við Alþjóðagjaldeyrissjóðssamvinnuna rýrir trúverðugleika fjármálaráðherrans sem dag hvern þarf að halda uppi vörnum fyrir hana. Andstaðan er líka til þess fallin að draga úr trú manna á að nægjanleg samstaða sé í ríkisstjórninni til þess að fullnægja kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum þegar til lengdar lætur. Vel má vera að ráðherrann telji þetta nauðsynlegt lýðræðisins vegna. Í því felst hins vegar engin ný lýðræðishugsun, heldur pólitískur veruleiki sem oft hefur verið uppi í ríkisstjórnum sem ekki eru einhuga. Ályktun mín um að þetta sé dæmi um veikleika standur því óhögguð. Höfundur er fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra skrifaði mánudagsgrein hér í blaðið undir fyrirsögninni: Þöggunarkrafa Þorsteins. Þar var vísað til þeirra ummæla minna að ráðherrann tali enn gegn samstarfssamningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég dró þá ályktun af þessari staðreynd að hún væri veikleikamerki fyrir ríkisstjórnina. Ráðherrann telur að í því mati felist krafa um þöggun. Núverandi ríkisstjórn kaus að halda áfram því samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrri ríkisstjórn ákvað. Nýir flokkar í ríkisstjórn þurfa oft að miðla málum og kyngja hlutum sem þeir hafa áður verið andvígir. Ég gagnrýndi ekki flokk ráðherrans fyrir þá ákvörðun, þó að hún hafi verið stærri biti í háls en spurnir eru af við líkar aðstæður. Enginn þarf að skammast sín fyrir að skipta um skoðun þegar meiri hagsmunir krefjast þess eins og einatt er við ríkisstjórnarmyndanir. Hitt er veikleikamerki að gera hvort tveggja í senn að sitja í ríkisstjórn og tala gegn grundvelli stefnu hennar í efnahags- og ríkisfjármálum. Ég andmælti hins vegar ekki rétti heilbrigðisráðherrans til þess. Vegna ásakana ráðherrans um þöggunarkröfu af minni hálfu er rétt að hafa í huga að ég hef enga hagsmuni af því að þagga niður umræðu um þennan ágreining. En heilbrigðisráðherrann getur ekki með rökum andmælt því að áframhaldandi andstaða hans við Alþjóðagjaldeyrissjóðssamvinnuna rýrir trúverðugleika fjármálaráðherrans sem dag hvern þarf að halda uppi vörnum fyrir hana. Andstaðan er líka til þess fallin að draga úr trú manna á að nægjanleg samstaða sé í ríkisstjórninni til þess að fullnægja kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum þegar til lengdar lætur. Vel má vera að ráðherrann telji þetta nauðsynlegt lýðræðisins vegna. Í því felst hins vegar engin ný lýðræðishugsun, heldur pólitískur veruleiki sem oft hefur verið uppi í ríkisstjórnum sem ekki eru einhuga. Ályktun mín um að þetta sé dæmi um veikleika standur því óhögguð. Höfundur er fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun