Fríríkið Ísland Þórhildur Elín Elínardóttir. skrifar 23. mars 2009 06:00 Enginn þeirra fjármálaspekúlanta sem hérlendis gegndu hæstu stöðum þar til fyrir skemmstu, hafði ímyndunarafl til að forða frá hruni stofnunum og fyrirtækjum sem þeim var trúað fyrir. Fram á þennan dag hanga þeir í kenningum um heilagleika hins frjálsa markaðar. Þrátt fyrir allt. Gjaldþrotið var eiginlega bara óheppni, engum að kenna nema þá einna helst hinum sameiginlega óvini, ríkinu. Einstaklingsframtakið er þó ekki dautt. Síðustu daga hefur hugmyndaflugið og framtakssemin verið til sýnis í fréttatímum þar sem heilu verksmiðjurnar sem næstum enginn vissi af hafa komið í ljós. Hér er enginn framleiðslukvóti á kannabis. Hin græna orka hefur þó augljóslega fundið sér ábatasaman farveg í innanlandsframleiðslu á þessu dópi sem landlæknir telur að geti stundum gert nokkurt gagn. Gamalt kínverskt máltæki segir eitthvað á þessa leið: Ef þú vilt vera hamingjusamur í einn dag skaltu elda gómsæta máltíð. Viljirðu vera hamingjusamur í viku skaltu giftast. En þráirðu hamingju allt lífið skaltu fá þér garð. Nú hefur ekki komið fram hvort fólkið sem ræktaði garðinn sinn í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi og í íbúðum víðs vegar er hamingjusamara en við hin, eða kannski bara fégráðugt og óheiðarlegt. Það er hins vegar athyglisvert að eftir margra mánaða upphrópanir um svakalegt rannsóknastarf á kerfinu í heild, allt verði uppi á borðum og öllum steinum skuli velt við, hafi bókstaflega ekkert komið upp úr kafinu nema heiftarleg kannabisræktun. Eftir allt gramsið hefur engum fjárglæframanni verið stungið í steininn, heldur bara útsjónarsömum dópsölum sem komu tómu húsnæði í gagnið. Miðað við fjölda auðra fermetra á landinu er ekki ólíklegt að mörg fleiri gróðurhús standi nú í fullum blóma. Einmitt á meðan sérlega heimildarlaus saksóknari snýr þumlum. Við gætum náttúrulega ákveðið að hætta þessu hálfkáki bara. Gert Ísland að fríríki og ræktað kannabis í öllum tómu húskofunum. Mokað inn túristum með vasana fulla af kræsilegum gjaldeyri sem vilja bara fá að reykja sitt gras í friði. Svo getum við látið eins og árið 2007 hafi aldrei verið til og reynt að gleyma þessu öllu saman yfir friðarpípunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Enginn þeirra fjármálaspekúlanta sem hérlendis gegndu hæstu stöðum þar til fyrir skemmstu, hafði ímyndunarafl til að forða frá hruni stofnunum og fyrirtækjum sem þeim var trúað fyrir. Fram á þennan dag hanga þeir í kenningum um heilagleika hins frjálsa markaðar. Þrátt fyrir allt. Gjaldþrotið var eiginlega bara óheppni, engum að kenna nema þá einna helst hinum sameiginlega óvini, ríkinu. Einstaklingsframtakið er þó ekki dautt. Síðustu daga hefur hugmyndaflugið og framtakssemin verið til sýnis í fréttatímum þar sem heilu verksmiðjurnar sem næstum enginn vissi af hafa komið í ljós. Hér er enginn framleiðslukvóti á kannabis. Hin græna orka hefur þó augljóslega fundið sér ábatasaman farveg í innanlandsframleiðslu á þessu dópi sem landlæknir telur að geti stundum gert nokkurt gagn. Gamalt kínverskt máltæki segir eitthvað á þessa leið: Ef þú vilt vera hamingjusamur í einn dag skaltu elda gómsæta máltíð. Viljirðu vera hamingjusamur í viku skaltu giftast. En þráirðu hamingju allt lífið skaltu fá þér garð. Nú hefur ekki komið fram hvort fólkið sem ræktaði garðinn sinn í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi og í íbúðum víðs vegar er hamingjusamara en við hin, eða kannski bara fégráðugt og óheiðarlegt. Það er hins vegar athyglisvert að eftir margra mánaða upphrópanir um svakalegt rannsóknastarf á kerfinu í heild, allt verði uppi á borðum og öllum steinum skuli velt við, hafi bókstaflega ekkert komið upp úr kafinu nema heiftarleg kannabisræktun. Eftir allt gramsið hefur engum fjárglæframanni verið stungið í steininn, heldur bara útsjónarsömum dópsölum sem komu tómu húsnæði í gagnið. Miðað við fjölda auðra fermetra á landinu er ekki ólíklegt að mörg fleiri gróðurhús standi nú í fullum blóma. Einmitt á meðan sérlega heimildarlaus saksóknari snýr þumlum. Við gætum náttúrulega ákveðið að hætta þessu hálfkáki bara. Gert Ísland að fríríki og ræktað kannabis í öllum tómu húskofunum. Mokað inn túristum með vasana fulla af kræsilegum gjaldeyri sem vilja bara fá að reykja sitt gras í friði. Svo getum við látið eins og árið 2007 hafi aldrei verið til og reynt að gleyma þessu öllu saman yfir friðarpípunni.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun