Viðskipti erlent

Talsmenn Fiat segjast eiga í viðræðum um yfirtöku á Opel

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sergio Marchionne, forstjóri Fiat, hitti þýska efnahagsmálaráðherrann. Mynd/ AFP.
Sergio Marchionne, forstjóri Fiat, hitti þýska efnahagsmálaráðherrann. Mynd/ AFP.
Talsmenn Fiat Group hafa staðfest að þeir eigi í viðræðum um yfirtöku á Opel, eða þeim hluta General Motor verksmiðjanna sem er í Evrópu. Fyrirtækið er jafnframt að undirbúa kaup á Chrysler.

Í yfirlýsingu frá Fiat verksmiðjunum kom fram að fyrirtækið væri að meta möguleikana á því að kaupin yrðu að veruleika. Fiat verksmiðjurnar framleiða nú þegar Fiat, Alfa Romeo og Ferrari. Yrðu kaupin að veruleika myndu tekjur félagsins nema 105 milljörðum á ársgrundvelli.

Yfirlýsingin var gefin út sama kvöld og Sergio Marchionne, forstjóri Fiat, hitti þýska efnahagsmálaráðherrann til að ræða tilboð Fiat í Opelverksmiðjurnar sem eru evrópski hluti General Motor.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×