Framherjinn Rúrik Gíslason var í byrjunarliði OB og lék allan leikinn er liðið lagði Midtjylland, 1-0, í danska boltanum.
Það var Peter Utaka sem skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu.
OB í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar sem er nýhafin en OB hefur leikið fjóra leiki sem af er - unnið tvo og gert tvö jafntefli.