Að halda sig við aðalatriði máls Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. febrúar 2009 00:01 Þriðja umræða og kosning í kjölfarið um ný lög um Seðlabanka Íslands stóð frá því klukkan ellefu árdegis í gær og fram undir klukkan sex síðdegis. Sjálfsagt má deila um hvort afgreiðsla málsins hafi þurft allan þennan tíma og óvíst að gagnið sé í samræmi við lengd umræðunnar. Væntanlega skilar sér hins vegar þegar á næstu dögum ávinningur breytinganna sem gerðar hafa verið á Seðlabankanum. Þær eru til marks um að hér sé ráðamönnum full alvara í að vinna á ný traust á landi og þjóð á alþjóðavettvangi. Tilfellið er nefnilega að þótt fyrrum formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi í sjónvarpsviðtali á sprengidag viljað bera af sér og Seðlabankanum sakir í því hvernig fór fyrir fjármálakerfi þjóðarinnar þá tala staðreyndirnar sínu máli. Ábyrgð Seðlabankans er mikil og hefði farið betur á því að bankastjórar Seðlabankans öxluðu þá ábyrgð sjálfviljugir. Vitanlega bera forstjórar og eigendur föllnu bankanna höfuðábyrgð á því að hafa rekið fyrirtæki sín í þrot. Þeirra var að draga saman seglin og mikil er ábyrgð Landsbankans á því að keyra upp innlán í útlöndum á ábyrgð íslenskra skattborgara. Þá má vera að einhver útlán bankanna og færslur þoli illa skoðun. Rannsókn á sjálfsagt eftir að leiða í ljós einhver mistök og jafnvel eitthvað misjafnara. Ástæður falls bankanna eru hins vegar aðrar. Þeir fóru í þrot vegna þess að lausafjármarkaðir erlendis þornuðu upp og íslenska ríkið gat ekki stutt við þá. Seðlabankinn ber ábyrgð á fjármálastöðugleika og hefur frá árinu 2001 haft full yfirráð yfir þeim stjórntækjum sem þarf til að bregðast við þróun á fjármálamarkaði. Bankinn stýrir vöxtum, ákveður bindiskyldu og lausafjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Stýrivöxtum hefur bankinn beitt baráttu við verðbólgu, en hin stjórntækin eru ætluð til að hamla við ofvexti fjármálafyrirtækja. Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur benti á það í viðtali í Kastljósinu í fyrradag að sá sé einmitt vandinn sem fyrrum formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi talið sig hafa orðið áskynja allt frá árinu 2006, ásamt alþjóðlegum eftirlitsstofnunum og lánshæfismatsfyrirtækjum. Mistök Seðlabankans felast hins vegar í að bregðast ekki við. Benti Yngvi Örn á að þess misskilning virtist gæta í máli Seðlabankastjórans á sprengidag að bindiskylda ætti fyrst og fremst við um innlánsfé og beiting hennar myndi skekkja hér samkeppnisstöðuna smærri fjármálafyrirtækja sem ekki hefðu aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum líkt og stóru bankarnir. „Staðreyndin er hins vegar sú að bindiskylduna má legga á allt ráðstöfunarfé bankanna, innlán, lántökur, aðra skuldabréfafjármögnun, og meira að segja má leggja mismunandi bindiskyldu á mismunandi tegundir lánastofnana og mismunandi tegundir ráðstöfunarfjár," benti Yngvi á og áréttaði að Seðlabankinn væri sjálfstætt stjórnvald sem fulla ábyrgð bæri á fjármálastöðugleika í landinu og því að koma í veg fyrir að kerfið félli vegna veilu eða rangrar uppbyggingar. „Og þessi stjórntæki eru einu þekktu stjórntækin í seðlabankaheiminum til þess að glíma við vandamál eins og þetta þegar um er að ræða ofvöxt á fjármálafyrirtækjum, til dæmis í kjölfar einkavæðingar." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Þriðja umræða og kosning í kjölfarið um ný lög um Seðlabanka Íslands stóð frá því klukkan ellefu árdegis í gær og fram undir klukkan sex síðdegis. Sjálfsagt má deila um hvort afgreiðsla málsins hafi þurft allan þennan tíma og óvíst að gagnið sé í samræmi við lengd umræðunnar. Væntanlega skilar sér hins vegar þegar á næstu dögum ávinningur breytinganna sem gerðar hafa verið á Seðlabankanum. Þær eru til marks um að hér sé ráðamönnum full alvara í að vinna á ný traust á landi og þjóð á alþjóðavettvangi. Tilfellið er nefnilega að þótt fyrrum formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi í sjónvarpsviðtali á sprengidag viljað bera af sér og Seðlabankanum sakir í því hvernig fór fyrir fjármálakerfi þjóðarinnar þá tala staðreyndirnar sínu máli. Ábyrgð Seðlabankans er mikil og hefði farið betur á því að bankastjórar Seðlabankans öxluðu þá ábyrgð sjálfviljugir. Vitanlega bera forstjórar og eigendur föllnu bankanna höfuðábyrgð á því að hafa rekið fyrirtæki sín í þrot. Þeirra var að draga saman seglin og mikil er ábyrgð Landsbankans á því að keyra upp innlán í útlöndum á ábyrgð íslenskra skattborgara. Þá má vera að einhver útlán bankanna og færslur þoli illa skoðun. Rannsókn á sjálfsagt eftir að leiða í ljós einhver mistök og jafnvel eitthvað misjafnara. Ástæður falls bankanna eru hins vegar aðrar. Þeir fóru í þrot vegna þess að lausafjármarkaðir erlendis þornuðu upp og íslenska ríkið gat ekki stutt við þá. Seðlabankinn ber ábyrgð á fjármálastöðugleika og hefur frá árinu 2001 haft full yfirráð yfir þeim stjórntækjum sem þarf til að bregðast við þróun á fjármálamarkaði. Bankinn stýrir vöxtum, ákveður bindiskyldu og lausafjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Stýrivöxtum hefur bankinn beitt baráttu við verðbólgu, en hin stjórntækin eru ætluð til að hamla við ofvexti fjármálafyrirtækja. Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur benti á það í viðtali í Kastljósinu í fyrradag að sá sé einmitt vandinn sem fyrrum formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi talið sig hafa orðið áskynja allt frá árinu 2006, ásamt alþjóðlegum eftirlitsstofnunum og lánshæfismatsfyrirtækjum. Mistök Seðlabankans felast hins vegar í að bregðast ekki við. Benti Yngvi Örn á að þess misskilning virtist gæta í máli Seðlabankastjórans á sprengidag að bindiskylda ætti fyrst og fremst við um innlánsfé og beiting hennar myndi skekkja hér samkeppnisstöðuna smærri fjármálafyrirtækja sem ekki hefðu aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum líkt og stóru bankarnir. „Staðreyndin er hins vegar sú að bindiskylduna má legga á allt ráðstöfunarfé bankanna, innlán, lántökur, aðra skuldabréfafjármögnun, og meira að segja má leggja mismunandi bindiskyldu á mismunandi tegundir lánastofnana og mismunandi tegundir ráðstöfunarfjár," benti Yngvi á og áréttaði að Seðlabankinn væri sjálfstætt stjórnvald sem fulla ábyrgð bæri á fjármálastöðugleika í landinu og því að koma í veg fyrir að kerfið félli vegna veilu eða rangrar uppbyggingar. „Og þessi stjórntæki eru einu þekktu stjórntækin í seðlabankaheiminum til þess að glíma við vandamál eins og þetta þegar um er að ræða ofvöxt á fjármálafyrirtækjum, til dæmis í kjölfar einkavæðingar."
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun