Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Lilleström í kvöld sem tapaði fyrir Rosenborg, 1-2. Björn náði ekki að setja mark sitt á leikinn og var tekinn af velli á 55. mínútu.
Rosenborg komst með sigrinum í toppsæti deildarinnar en Lilleström er á botninum.
Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Sandefjord sem lagði Lyn, 2-1. Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason voru í byrjunarliði Lyn, léku allan leikinn en Kjartan fór af velli hjá Sandefjord á 78. mínútu.
Sandefjord í sjötta sæti en Lyn í því tíunda.
Garðar Jóhannsson spilaði síðustu 25 mínúturnar fyrir Fredrikstad sem tapaði fyrir Álasund, 1-0. Fredrikstad í áttunda sæti en Álasund í því fimmta.
Árni Gautur Arason lék allan leikinn fyrir Odd Grenland og fékk á sig tvö mörk í 2-2 jafntefli gegn Valerenga. Odd Grenland í fjórða sæti en Valerenga því tólfta.
Loks var Pálmi Rafn Pálmason í liði Stabæk og lék allan leikinn í 1-0 tapi gegn Stromsgodset. Stabæk í ellefta sæti en Stromsgodset í því fjórtánda.