Hamilton fremstur í flokki á Spáni 22. ágúst 2009 13:41 Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni í dag. Lewis Hamilton frá Bretlandi er kominn á beinu brautina í Formúlu 1. Hann vann síðasta mót og náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni á Spáni í dag, rétt á undan Heikki Kovalainen á samskonar bíl. Kapparnir í titilslagnum röðuðu sér í næstu sætu á eftir og þeirra fremstur Rubens Barrichellio á Brawn bíl, síðan Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á Brawn. Mark Webber er fjórði maðurinn í stigaslagnum um titilinn og hann varð þó aðeins níundi, á eftir heimamanninum Fernando Alonso á Renault. Staðan á ráslínu er ákaflega mikilvæg í þessu móti, sem er á götum Valencia og afgirt með varnargirðingum. Það er því engin leikur að fara framúr og ljóst að McLaren mun spila á stöðuna hvað það varðar. Þá er Kimi Raikkönen með KERS kerfi í bíl sínum og hefur sprett framúr mörgum bílum í ræsingu í síðustu mótum í upphafi, en hann er sjötti á ráslínu á Ferrari. Nýr liðsmaður Ferrari, sem ekur í staðinn fyrir Felipe Massa varð síðastur í tímatökunni. Það verður að teljast nokkuð áfall fyrir hann persónulega og Ferrari, en hann hafði þó aldrei keyrt brautina áður. Sjá tímanna og brautarlýsingu Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton frá Bretlandi er kominn á beinu brautina í Formúlu 1. Hann vann síðasta mót og náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni á Spáni í dag, rétt á undan Heikki Kovalainen á samskonar bíl. Kapparnir í titilslagnum röðuðu sér í næstu sætu á eftir og þeirra fremstur Rubens Barrichellio á Brawn bíl, síðan Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á Brawn. Mark Webber er fjórði maðurinn í stigaslagnum um titilinn og hann varð þó aðeins níundi, á eftir heimamanninum Fernando Alonso á Renault. Staðan á ráslínu er ákaflega mikilvæg í þessu móti, sem er á götum Valencia og afgirt með varnargirðingum. Það er því engin leikur að fara framúr og ljóst að McLaren mun spila á stöðuna hvað það varðar. Þá er Kimi Raikkönen með KERS kerfi í bíl sínum og hefur sprett framúr mörgum bílum í ræsingu í síðustu mótum í upphafi, en hann er sjötti á ráslínu á Ferrari. Nýr liðsmaður Ferrari, sem ekur í staðinn fyrir Felipe Massa varð síðastur í tímatökunni. Það verður að teljast nokkuð áfall fyrir hann persónulega og Ferrari, en hann hafði þó aldrei keyrt brautina áður. Sjá tímanna og brautarlýsingu
Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira