Tampa Bay Buccaneers og New England Patriots í NFL deildinni munu spila leik á Wembley leikvangnum í Lundúnum í október.
Þetta er í þriðja sinn sem NFL-leikur er spilaður á Englandi og voru aðgöngumiðarnir enn fljótari að renna út nú en í hin tvö skiptin.
20,000 miðar seldust þannig á fyrstu sjö mínútunum þegar opnað var fyrir netsölu og allir 70,000 miðarnir sem í boði voru á Englandi seldust upp á einum sólarhring.
Síðustu miðarnir á leikinn verða seldir til stuðningsmanna liðanna í Bandaríkjunum sem hafa áhuga á að sjá lið sín spila í Evrópu, en Buccaneers og Packers hafa unnið fjórar af síðustu sjö ofurskálum í NFL.
Úrslitaleikurinn í NFL þetta árið fer fram í Tampa á Flórida á sunnudaginn þar sem Arizona Cardinals og Pittsburgh Steelers eigast við, en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.