Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 0,51 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hækkunin það sem af er. Á móti hefur gengi bréfa í Straumi lækkað um 0,54 prósent.
Gengi annarra félaga hefur ekki hreyfst það sem af er dags. Viðskipti með hlutabréf eru sex talsins upp á 21 milljón króna.
Vísitalan hefur lækkað um 0,07 prósent og stendur hún í 355 stigum.