Enn einn sigurinn hjá Button Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2009 13:54 Button í Barcelona í dag. Nordic Photos / Getty Images Bretinn Jenson Button vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 kappakstrinum á tímabilinu í dag er hann bar sigur úr býrum í spænska kappakstrinum í Barcelona. Button var fremstur á ráspól, Sebastian Vettel á Red Bull annar og félagi Button hjá Brawn GP, Rubens Barrichello, þriðji. Barrichello náði þó að komast fram úr Button þökk sé góðri byrjun. Hins vegar reyndist keppnisáætlun Button betri og náði hann að endurheimta fyrsta sætið. Mark Webber náði þriðja sætinu í dag og Vettel, félagi hans hjá Red Bull, varð fjórði. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð í níunda sæti og vann sér inn engin stig í dag. Yfirburðir Button og Brawn GP voru miklir í dag. Button náði ellefu sekúndna forystu á næstu menn um miðbik keppninnar og er nú með fjórtán stiga forystu á Barrichello í stigakeppni ökuþóra. Þegar að öryggisbíllinn var kallaður út á brautina eftir árekstur í fyrsta hringnum var ákveðið að láta Button stoppa tvisvar á viðgerðarsvæðinu en ekki þrisvar eins og áætlað var. Það reyndist gera gæfumuninn fyrir Bretann sem ók mjög vel í keppninni. Úrslitin í dag: 1. Button, Brawn GP 2. Barrichello, Brawn GP 3. Webber, Red Bull 4. Vettel, Red Bull 5. Alonso, Renault 6. Massa, Ferrari 7. Heidfeld, BMW 8. Rosberg, Williams Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Jenson Button vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 kappakstrinum á tímabilinu í dag er hann bar sigur úr býrum í spænska kappakstrinum í Barcelona. Button var fremstur á ráspól, Sebastian Vettel á Red Bull annar og félagi Button hjá Brawn GP, Rubens Barrichello, þriðji. Barrichello náði þó að komast fram úr Button þökk sé góðri byrjun. Hins vegar reyndist keppnisáætlun Button betri og náði hann að endurheimta fyrsta sætið. Mark Webber náði þriðja sætinu í dag og Vettel, félagi hans hjá Red Bull, varð fjórði. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð í níunda sæti og vann sér inn engin stig í dag. Yfirburðir Button og Brawn GP voru miklir í dag. Button náði ellefu sekúndna forystu á næstu menn um miðbik keppninnar og er nú með fjórtán stiga forystu á Barrichello í stigakeppni ökuþóra. Þegar að öryggisbíllinn var kallaður út á brautina eftir árekstur í fyrsta hringnum var ákveðið að láta Button stoppa tvisvar á viðgerðarsvæðinu en ekki þrisvar eins og áætlað var. Það reyndist gera gæfumuninn fyrir Bretann sem ók mjög vel í keppninni. Úrslitin í dag: 1. Button, Brawn GP 2. Barrichello, Brawn GP 3. Webber, Red Bull 4. Vettel, Red Bull 5. Alonso, Renault 6. Massa, Ferrari 7. Heidfeld, BMW 8. Rosberg, Williams
Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira