Enn einn sigurinn hjá Button Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2009 13:54 Button í Barcelona í dag. Nordic Photos / Getty Images Bretinn Jenson Button vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 kappakstrinum á tímabilinu í dag er hann bar sigur úr býrum í spænska kappakstrinum í Barcelona. Button var fremstur á ráspól, Sebastian Vettel á Red Bull annar og félagi Button hjá Brawn GP, Rubens Barrichello, þriðji. Barrichello náði þó að komast fram úr Button þökk sé góðri byrjun. Hins vegar reyndist keppnisáætlun Button betri og náði hann að endurheimta fyrsta sætið. Mark Webber náði þriðja sætinu í dag og Vettel, félagi hans hjá Red Bull, varð fjórði. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð í níunda sæti og vann sér inn engin stig í dag. Yfirburðir Button og Brawn GP voru miklir í dag. Button náði ellefu sekúndna forystu á næstu menn um miðbik keppninnar og er nú með fjórtán stiga forystu á Barrichello í stigakeppni ökuþóra. Þegar að öryggisbíllinn var kallaður út á brautina eftir árekstur í fyrsta hringnum var ákveðið að láta Button stoppa tvisvar á viðgerðarsvæðinu en ekki þrisvar eins og áætlað var. Það reyndist gera gæfumuninn fyrir Bretann sem ók mjög vel í keppninni. Úrslitin í dag: 1. Button, Brawn GP 2. Barrichello, Brawn GP 3. Webber, Red Bull 4. Vettel, Red Bull 5. Alonso, Renault 6. Massa, Ferrari 7. Heidfeld, BMW 8. Rosberg, Williams Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Jenson Button vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 kappakstrinum á tímabilinu í dag er hann bar sigur úr býrum í spænska kappakstrinum í Barcelona. Button var fremstur á ráspól, Sebastian Vettel á Red Bull annar og félagi Button hjá Brawn GP, Rubens Barrichello, þriðji. Barrichello náði þó að komast fram úr Button þökk sé góðri byrjun. Hins vegar reyndist keppnisáætlun Button betri og náði hann að endurheimta fyrsta sætið. Mark Webber náði þriðja sætinu í dag og Vettel, félagi hans hjá Red Bull, varð fjórði. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð í níunda sæti og vann sér inn engin stig í dag. Yfirburðir Button og Brawn GP voru miklir í dag. Button náði ellefu sekúndna forystu á næstu menn um miðbik keppninnar og er nú með fjórtán stiga forystu á Barrichello í stigakeppni ökuþóra. Þegar að öryggisbíllinn var kallaður út á brautina eftir árekstur í fyrsta hringnum var ákveðið að láta Button stoppa tvisvar á viðgerðarsvæðinu en ekki þrisvar eins og áætlað var. Það reyndist gera gæfumuninn fyrir Bretann sem ók mjög vel í keppninni. Úrslitin í dag: 1. Button, Brawn GP 2. Barrichello, Brawn GP 3. Webber, Red Bull 4. Vettel, Red Bull 5. Alonso, Renault 6. Massa, Ferrari 7. Heidfeld, BMW 8. Rosberg, Williams
Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti