Fjölnir vann í dag 4-1 sigur á KA í Lengjubikarkeppni karla í Egilshöllinni.
Fjölnir vann einnig fyrsta leik sinn í keppninni með sömu markatölu en þá gegn Aftureldingu.
Gunnar Már Guðmundsson skoraði tvö marka Fjölnis í dag en hin mörkin skoruðu þeir Tómas Leifsson og Jónas Grani Garðarsson.
Haukur Hauksson skoraði mark KA í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins í Lengjubikarnum í ár.