Gengi hlutabréfa í Straumi hefur fallið um 5,99 prósent í dag, Marel Food Systems um 1,58 prósent og í Össuri um 0,55 prósent.
Þetta eru þrjú veltumestu hlutafélögin í nýju hlutabréfavísitölunni.
Ekkert annað félag hefur hreyfst í dag.
Gamla vísitalan (OMXI15) hefur lækkað um 1,98 prósent og stendur hún í 273 stigum. Nýja vísitalan (OMXI6) hefur lækkað um 1,31 prósent og stendur hún í 828,8 stigum.