Milljarðamynd Baltasars hugsanlega tekin á Írlandi 10. janúar 2009 06:00 Baltasar Kormákur kom hingað með bandarískum framleiðendum síðasta haust og skoðaði tökustaði. Nú gæti verkefnið verið í hættu hér á landi og flust yfir til Írlands. Raunveruleg hætta er á því að víkingamynd Baltasars Kormáks verði ekki tekin upp hér á landi heldur verði veigamestu tökurnar fluttar til Írlands. Þetta segir Leifur B. Dagfinnsson, samstarfsmaður Baltasars við gerð myndarinnar og framleiðandi hjá True North. Framleiðslukostnaður við víkingamyndina er talinn nema fjórum til sex milljörðum íslenskra króna. Að sögn Leifs eru írsk yfirvöld að reyna að lokka kvikmyndagerðarfólk til sín með því að hækka endurgreiðslu um fimm prósent, frá tuttugu yfir í tuttugu og fimm prósent. Leifur óskar því eftir aðstoð frá íslenskum stjórnvöldum þannig að tryggt sé að myndin verði að mestu leyti gerð hér. „Kerfið á Írlandi virkar þannig að þú leggur 75 prósent framleiðslukostnaðarins inn á sérstakan reikning og ríkið kemur til móts við það með sínum 25 prósentum," útskýrir Leifur. Endurgreiðsluprósentan á Íslandi til kvikmyndagerðar er hins vegar fjórtán prósent. Leifur telur það ekki nógu hátt hlutfall til að lokka stóra erlenda aðila til landsins þrátt fyrir að íslenska krónan hafi hrunið um áttatíu prósent og dollarinn styrkst sem því nemur. „Ef endurgreiðslan væri hærri, þá hefðu íslenskir kvikmyndagerðarmenn í nægu að snúast. Fyrirspurnirnar eru allavega nógu margar." Leifur tekur skýrt fram að bæði hann og Baltasar muni leggja sitt á vogarskálarnar við að fá kvikmyndina til Íslands. Þeir séu hins vegar ekki peningamennirnir, þeir hafi úrslitavaldið. „Framleiðendurnir hafa mikinn áhuga á því að vinna myndina hér á landi, þeir vilja eiga fundi með ráðamönnum um þessi mál og ætla að koma til landsins í lok mánaðarins." Leifur segir um gríðarleg verðmæti að ræða. Hann áætlar að tvö hundruð störf skapist í kringum myndina en samkvæmt fyrstu áætlunum hefst vinna við hana strax í apríl á þessu ári. „Við skulum átta okkur á því að þessi mynd gæti gert svipaða hluti fyrir Ísland og Hringadróttinssaga gerði fyrir Nýja-Sjáland," segir Leifur. Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, sagði að Össur Skarphéðinsson myndi ekki tjá sig um þetta einstaka atriði. Hann hefði rætt við Baltasar Kormák um þessi mál og við fleiri kvikmyndagerðarmenn. „Það hefur verið farið yfir þessi mál í ráðuneytinu og þau eru til skoðunar. Hins vegar er ekki hægt að lofa neinu," segir Einar Karl. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Raunveruleg hætta er á því að víkingamynd Baltasars Kormáks verði ekki tekin upp hér á landi heldur verði veigamestu tökurnar fluttar til Írlands. Þetta segir Leifur B. Dagfinnsson, samstarfsmaður Baltasars við gerð myndarinnar og framleiðandi hjá True North. Framleiðslukostnaður við víkingamyndina er talinn nema fjórum til sex milljörðum íslenskra króna. Að sögn Leifs eru írsk yfirvöld að reyna að lokka kvikmyndagerðarfólk til sín með því að hækka endurgreiðslu um fimm prósent, frá tuttugu yfir í tuttugu og fimm prósent. Leifur óskar því eftir aðstoð frá íslenskum stjórnvöldum þannig að tryggt sé að myndin verði að mestu leyti gerð hér. „Kerfið á Írlandi virkar þannig að þú leggur 75 prósent framleiðslukostnaðarins inn á sérstakan reikning og ríkið kemur til móts við það með sínum 25 prósentum," útskýrir Leifur. Endurgreiðsluprósentan á Íslandi til kvikmyndagerðar er hins vegar fjórtán prósent. Leifur telur það ekki nógu hátt hlutfall til að lokka stóra erlenda aðila til landsins þrátt fyrir að íslenska krónan hafi hrunið um áttatíu prósent og dollarinn styrkst sem því nemur. „Ef endurgreiðslan væri hærri, þá hefðu íslenskir kvikmyndagerðarmenn í nægu að snúast. Fyrirspurnirnar eru allavega nógu margar." Leifur tekur skýrt fram að bæði hann og Baltasar muni leggja sitt á vogarskálarnar við að fá kvikmyndina til Íslands. Þeir séu hins vegar ekki peningamennirnir, þeir hafi úrslitavaldið. „Framleiðendurnir hafa mikinn áhuga á því að vinna myndina hér á landi, þeir vilja eiga fundi með ráðamönnum um þessi mál og ætla að koma til landsins í lok mánaðarins." Leifur segir um gríðarleg verðmæti að ræða. Hann áætlar að tvö hundruð störf skapist í kringum myndina en samkvæmt fyrstu áætlunum hefst vinna við hana strax í apríl á þessu ári. „Við skulum átta okkur á því að þessi mynd gæti gert svipaða hluti fyrir Ísland og Hringadróttinssaga gerði fyrir Nýja-Sjáland," segir Leifur. Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, sagði að Össur Skarphéðinsson myndi ekki tjá sig um þetta einstaka atriði. Hann hefði rætt við Baltasar Kormák um þessi mál og við fleiri kvikmyndagerðarmenn. „Það hefur verið farið yfir þessi mál í ráðuneytinu og þau eru til skoðunar. Hins vegar er ekki hægt að lofa neinu," segir Einar Karl. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira