Golf

Snýr Daly aftur á Hazeltine-vellinum?

Ómar Þorgeirsson skrifar
John Daly.
John Daly. Nordic photos/AFP

Kylfingurinn skrautlegi John Daly er ekki á meðal keppenda á Bridgestone mótinu á Firestone-vellinum í PGA-mótaröðinni sem nú stendur yfir en veltir fyrir sér að snúa aftur á PGA-mótaröðinni í næstu viku á Hazeltine-vellinum.

Daly spilaði sitt versta mót á dögunum í langan tíma þegar hann komst ekki í gengum niðurskurðinn á Opna-Buick mótinu eftir að hafa spilað seinni hring sinn á 88 höggum.

Hann kvartaði yfir því eftir mótið að hann hefði enga tilfinningu fyrir því hvað hann væri að gera og velti fyrir sér hver ástæðan kynni að vera. Vangaveltur voru á lofti um að megrun sem Daly hefur tekið föstum tökum hafi haft sín áhrif á spilamennsku kappans en hann hefur misst um 35 kíló á nokkrum mánuðum.

Daly staðfesti aftur á móti á Twitter-síðu sinni í vikunni að hann hafi gengist undir augnaðgerð og það er spurning hvort að það hafi verið meinið.

Það verður alla vega spennandi að sjá hvort þessi skrautlegi kylfingur haldi ekki keppni áfram á næsta móti PGA-mótaraðrinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×