Krónan kvödd Jón Kaldal skrifar 17. apríl 2009 06:00 Í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins kemur fram að 62 prósent landsmanna vilja ekki að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi. Vissulega er mikil frétt fólgin í því að afgerandi meirihluti þjóðarinnar telur að krónan eigi sér ekki viðreisnar von. Hitt er þó ekki minna fréttnæmt hversu margir vilja áfram treysta á hana. Erfitt er að skilja á hverju það traust er byggt. Lítum á nokkrar tölur. Krónan hefur fallið um fjörutíu prósent gagnvart evru á einu ári. Ef farið er tvö ár aftur í tímann er fallið í kringum níutíu prósent. Gagnvart dollaranum er fallið á sama tíma tæplega 100 prósent. Verðbólga á Íslandi verður um fjórtán prósent á þessu ári. Innan Evrópusambandsins verður hún að meðaltali um eitt prósent. Stýrivextir eru 15,5 prósent hér og eru að sliga fyrirtæki og heimili. Í þeim löndum sem við viljum bera okkur við er búið að lækka vexti niður í allt að 0,5 prósentum til að freista þess að gangverk athafnalífsins stöðvist ekki. Óþarfi er að fjölyrða um hversu háskaleg blanda háir vextir og há verðbólga í verðtryggðu umhverfi er fyrir rekstur, hvort sem það er á einu stykki heimili eða stórfyrirtæki. Þáttur krónunnar í þessari stöðu er ekki lítill. Helstu talsmenn hennar héldu því fram árum saman að hún, ásamt sjálfstæðri peningamálastefnu, væri undirstaða velmegunar þjóðarinnar. Þau leiktjöld fuðruðu upp í haust. Nú er krónan hvergi brúkleg utan lögsögu landsins. Við neitum meira að segja að taka við henni sem greiðslu fyrir eigin útflutningsvörur. Er það aðeins síðasti kaflinn í margra áratuga langri harmsögu íslensku krónunnar, sem vonandi sér þó fyrir endann á. Umræðan um að skipta um gjaldmiðil hefur staðið linnulítið undanfarin ár. Í kringum hina skammvinnu niðursveiflu 2006 kom Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, hlutunum hressilega á hreyfingu þegar hún varpaði fram þeirri hugmynd að Ísland ætti að skoða einhliða upptöku evru. Uppskar hún háðsglósur fyrir vikið úr ýmsum áttum, þar á meðal frá mönnum sem síðar áttu eftir að gera hugmynd hennar að sinni. Árið 2006 var hins vegar enn allt með sæmilega kyrrum kjörum hér á landi og krónan naut enn ástar annarra en framsýnna manna. Á ráðstefnu um gjaldmiðilsmálin, sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir þá um vorið, orðaði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, stöðuna á þessa leið: „Okkur hefur skort sölupunktana til að taka upp evru." Benti hann á að efnahagslegi ávinningurinn hefði ekki verið til staðar en sagði blikur vera á lofti. Þremur árum og hruni hagkerfisins síðar vantar ekki „sölupunkta" fyrir að kveðja krónuna. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að traustur meirihluti þjóðarinnar er tilbúinn fyrir þá kveðjustund. Það bíður stjórnmálaflokkanna að svara hvernig verður staðið að því verki. Samfylkingin hefur lagt sín spil á borðið. Aðrir ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun
Í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins kemur fram að 62 prósent landsmanna vilja ekki að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi. Vissulega er mikil frétt fólgin í því að afgerandi meirihluti þjóðarinnar telur að krónan eigi sér ekki viðreisnar von. Hitt er þó ekki minna fréttnæmt hversu margir vilja áfram treysta á hana. Erfitt er að skilja á hverju það traust er byggt. Lítum á nokkrar tölur. Krónan hefur fallið um fjörutíu prósent gagnvart evru á einu ári. Ef farið er tvö ár aftur í tímann er fallið í kringum níutíu prósent. Gagnvart dollaranum er fallið á sama tíma tæplega 100 prósent. Verðbólga á Íslandi verður um fjórtán prósent á þessu ári. Innan Evrópusambandsins verður hún að meðaltali um eitt prósent. Stýrivextir eru 15,5 prósent hér og eru að sliga fyrirtæki og heimili. Í þeim löndum sem við viljum bera okkur við er búið að lækka vexti niður í allt að 0,5 prósentum til að freista þess að gangverk athafnalífsins stöðvist ekki. Óþarfi er að fjölyrða um hversu háskaleg blanda háir vextir og há verðbólga í verðtryggðu umhverfi er fyrir rekstur, hvort sem það er á einu stykki heimili eða stórfyrirtæki. Þáttur krónunnar í þessari stöðu er ekki lítill. Helstu talsmenn hennar héldu því fram árum saman að hún, ásamt sjálfstæðri peningamálastefnu, væri undirstaða velmegunar þjóðarinnar. Þau leiktjöld fuðruðu upp í haust. Nú er krónan hvergi brúkleg utan lögsögu landsins. Við neitum meira að segja að taka við henni sem greiðslu fyrir eigin útflutningsvörur. Er það aðeins síðasti kaflinn í margra áratuga langri harmsögu íslensku krónunnar, sem vonandi sér þó fyrir endann á. Umræðan um að skipta um gjaldmiðil hefur staðið linnulítið undanfarin ár. Í kringum hina skammvinnu niðursveiflu 2006 kom Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, hlutunum hressilega á hreyfingu þegar hún varpaði fram þeirri hugmynd að Ísland ætti að skoða einhliða upptöku evru. Uppskar hún háðsglósur fyrir vikið úr ýmsum áttum, þar á meðal frá mönnum sem síðar áttu eftir að gera hugmynd hennar að sinni. Árið 2006 var hins vegar enn allt með sæmilega kyrrum kjörum hér á landi og krónan naut enn ástar annarra en framsýnna manna. Á ráðstefnu um gjaldmiðilsmálin, sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir þá um vorið, orðaði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, stöðuna á þessa leið: „Okkur hefur skort sölupunktana til að taka upp evru." Benti hann á að efnahagslegi ávinningurinn hefði ekki verið til staðar en sagði blikur vera á lofti. Þremur árum og hruni hagkerfisins síðar vantar ekki „sölupunkta" fyrir að kveðja krónuna. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að traustur meirihluti þjóðarinnar er tilbúinn fyrir þá kveðjustund. Það bíður stjórnmálaflokkanna að svara hvernig verður staðið að því verki. Samfylkingin hefur lagt sín spil á borðið. Aðrir ekki.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun