Innlent

Fáir fengu þúsundir milljarða

Bankarnir. Ljóst er að stærstu viðskiptavinir bankanna þriggja fengu þúsundir milljarða að láni.
fréttablaðið/valli
Bankarnir. Ljóst er að stærstu viðskiptavinir bankanna þriggja fengu þúsundir milljarða að láni. fréttablaðið/valli

Útlán til hundrað stærstu skuldara föllnu viðskiptabankanna var um helmingur heildar­útlána þeirra. Því er ljóst að um 300 aðilar hafa fengið að láni þúsundir milljarða í því ljósi að heildar­eignir bankanna, sem að stórum hluta eru útlán, námu tífaldri landsframleiðslu þegar mest var.

Rannsóknarnefnd Alþingis vinnur nú að frekari greiningu á útlánum bankanna og þróun þessara lána með tilliti til trygginga og í hvað verið var að lána.

Þetta og önnur vinna nefndarinnar var kynnt forseta Alþingis, formönnum flokkanna og forsætisnefnd Alþingis í gær.

Nefndin hefur aflað gagna frá bönkunum og Fjármálaeftirlitinu og fengið skýrslur frá endurskoðendum sem falið var að skoða starfsemi bankanna síðustu misserin fyrir hrun þeirra.

Er nú unnið að frekari greiningu á útlánum og annarri fyrirgreiðslu sem bankarnir veittu, sérstaklega á árunum 2007 og 2008 eða fram að falli þeirra.

Rannsóknin beinist bæði að fyrir­greiðslu sem veitt var hér á landi og í útibúum og dótturfélögum sem tilheyrðu viðkomandi samstæðu í öðrum löndum.

Rannsóknarnefndin hefur, auk þess að athuga sérstaklega viðskipti með hlutabréf og stofnfjárhluti í fjármálafyrirtækjum, lagt grunn að því að gera með rafrænum hætti úttekt á hlutabréfaviðskiptum í Kauphöll Íslands á síðustu árum.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×