Beint lýðræði Jón Sigurðsson skrifar 30. september 2009 06:00 Mikil ástæða er til að vekja athygli á hugmyndum um beint lýðræði og reynslu af því meðal þjóðanna. Fræg er reynsla Svisslendinga, Íra og Dana svo að nálæg dæmi séu nefnd. Þvert á móti þeirri reynslu er sú tilhögun Þjóðverja að aldrei skuli efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu, vegna þess að harðstjórar geta beitt þeirri aðferð til að styrkja ofurveldi sitt. Allmörg ríki Bandaríkja Norður-Ameríku hafa víðtæka reynslu af beinu lýðræði. Þar gerði almenningur nokkurs konar uppreisn gegn spilltu klíkukerfi í upphafi síðustu aldar og bar róttækar hugmyndir um beint lýðræði fram til sigurs. Yfirleitt og víðast hefur reynsla orðið nokkuð góð af slíkum stjórnarháttum en þó engan veginn einhlít. Kaliforníumenn hafa gengið einna lengst á þessari braut. Þar gilda sambærilegar reglur í einstökum sveitarfélögum sem í ríkinu í heild, en hvert sveitarfélag hefur víðtækt sjálfræði. Reynsla þeirra hefur verið athyglisverð og lengst af góð, en þó er því ekki að neita að af þessu hefur á síðari árum smám saman orðið örlagarík upplausn í stjórnkerfi, löggjöf og regluumhverfi. Meðal Kaliforníumanna nægja undirskriftir 5 prósenta kjósenda til að knýja fram þjóðaratkvæði og 8 prósenta til að knýja fram þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingu. Reynsla Kaliforníumanna bendir til þess að þetta lágmark undirskriftafjölda sé jafnvel of lágt og að setja þurfi raunhæf mörk um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu og allsherjaratkvæðagreiðslu til þess að úrslitin verði gild eða bindandi. Beint lýðræði meðal Kaliforníumanna er fjórfalt, og það er við lýði í sveitarfélögum sem í ríkinu í heild. Í fyrsta lagi má vísa máli til almennings til staðfestingar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu eða allsherjaratkvæðagreiðslu. Í öðru lagi geta menn safnað undirskriftum til að knýja fram atkvæðagreiðslu um sjálfstæða nýja tillögu til breytinga eða nýmæla í lögum, fjárlögum, reglugerðum, stjórnvaldsákvörðunum eða stjórnarskrá. Í þriðja lagi tíðka Kaliforníumenn beint kjör margra opinberra embættismanna, þar á meðal yfirréttardómara, hæstaréttardómara, fræðslustjórna og til embætta með ráðherrahlutverki. Þar er kjörinn ríkisstjóri, ríkisféhirðir, ríkisendurskoðandi, ríkissaksóknari, eftirlitsmaður með almannafræðslu og eftirlitsmaður með auðlindum svo að dæmi séu nefnd. Í fjórða lagi geta menn þar safnað undirskriftum til að knýja fram kosningu um að manni verði vikið úr opinberu embætti og efnt til nýrrar kosningar um embættið. Auk annars er það alsiða í Kaliforníu að ríki og sveitarfélög þurfi staðfestingu almennings til að geta tekið lán, gefið út skuldabréf eða undirgengist sambærilegar skuldbindingar í nafni almennings. Skynsamlegt er að meta stöðu Alþingis andspænis hugmyndum um beint lýðræði. Alþingi hefur annars vegar bein völd og hins vegar áhrifavald. Beint lýðræði hefur engin áhrif á áhrifavald Alþingis. Áhrifavald Alþingis fer eftir því hvernig siðferðilegt og vitsmunalegt atgervi þingmanna birtist. Beint lýðræði felur í sér verulega breytingu á valdaskiptingu og hlutverkaskiptingu í stjórnkerfi þjóðarinnar en þarf alls ekki endilega að hnekkja beinu valdi Alþingis. Margar leiðir eru færar til að tryggja stöðu Alþingis eftir sem áður ef menn vilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Mikil ástæða er til að vekja athygli á hugmyndum um beint lýðræði og reynslu af því meðal þjóðanna. Fræg er reynsla Svisslendinga, Íra og Dana svo að nálæg dæmi séu nefnd. Þvert á móti þeirri reynslu er sú tilhögun Þjóðverja að aldrei skuli efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu, vegna þess að harðstjórar geta beitt þeirri aðferð til að styrkja ofurveldi sitt. Allmörg ríki Bandaríkja Norður-Ameríku hafa víðtæka reynslu af beinu lýðræði. Þar gerði almenningur nokkurs konar uppreisn gegn spilltu klíkukerfi í upphafi síðustu aldar og bar róttækar hugmyndir um beint lýðræði fram til sigurs. Yfirleitt og víðast hefur reynsla orðið nokkuð góð af slíkum stjórnarháttum en þó engan veginn einhlít. Kaliforníumenn hafa gengið einna lengst á þessari braut. Þar gilda sambærilegar reglur í einstökum sveitarfélögum sem í ríkinu í heild, en hvert sveitarfélag hefur víðtækt sjálfræði. Reynsla þeirra hefur verið athyglisverð og lengst af góð, en þó er því ekki að neita að af þessu hefur á síðari árum smám saman orðið örlagarík upplausn í stjórnkerfi, löggjöf og regluumhverfi. Meðal Kaliforníumanna nægja undirskriftir 5 prósenta kjósenda til að knýja fram þjóðaratkvæði og 8 prósenta til að knýja fram þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingu. Reynsla Kaliforníumanna bendir til þess að þetta lágmark undirskriftafjölda sé jafnvel of lágt og að setja þurfi raunhæf mörk um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu og allsherjaratkvæðagreiðslu til þess að úrslitin verði gild eða bindandi. Beint lýðræði meðal Kaliforníumanna er fjórfalt, og það er við lýði í sveitarfélögum sem í ríkinu í heild. Í fyrsta lagi má vísa máli til almennings til staðfestingar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu eða allsherjaratkvæðagreiðslu. Í öðru lagi geta menn safnað undirskriftum til að knýja fram atkvæðagreiðslu um sjálfstæða nýja tillögu til breytinga eða nýmæla í lögum, fjárlögum, reglugerðum, stjórnvaldsákvörðunum eða stjórnarskrá. Í þriðja lagi tíðka Kaliforníumenn beint kjör margra opinberra embættismanna, þar á meðal yfirréttardómara, hæstaréttardómara, fræðslustjórna og til embætta með ráðherrahlutverki. Þar er kjörinn ríkisstjóri, ríkisféhirðir, ríkisendurskoðandi, ríkissaksóknari, eftirlitsmaður með almannafræðslu og eftirlitsmaður með auðlindum svo að dæmi séu nefnd. Í fjórða lagi geta menn þar safnað undirskriftum til að knýja fram kosningu um að manni verði vikið úr opinberu embætti og efnt til nýrrar kosningar um embættið. Auk annars er það alsiða í Kaliforníu að ríki og sveitarfélög þurfi staðfestingu almennings til að geta tekið lán, gefið út skuldabréf eða undirgengist sambærilegar skuldbindingar í nafni almennings. Skynsamlegt er að meta stöðu Alþingis andspænis hugmyndum um beint lýðræði. Alþingi hefur annars vegar bein völd og hins vegar áhrifavald. Beint lýðræði hefur engin áhrif á áhrifavald Alþingis. Áhrifavald Alþingis fer eftir því hvernig siðferðilegt og vitsmunalegt atgervi þingmanna birtist. Beint lýðræði felur í sér verulega breytingu á valdaskiptingu og hlutverkaskiptingu í stjórnkerfi þjóðarinnar en þarf alls ekki endilega að hnekkja beinu valdi Alþingis. Margar leiðir eru færar til að tryggja stöðu Alþingis eftir sem áður ef menn vilja.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun