Enn eitt áfallið fyrir bandarískan hafnarbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2009 08:52 Alex Rodriguez, leikmaður New York Yankees. Nordic Photos / Getty Images Bandaríski hafnarboltakappinn Alex Rodriguez hefur viðurkennt að hann notaði stera í nokkur ár en hann er hæst launaðasti leikmaðurinn í sinni grein þar í Bandaríkjunum. Rodriguez er 33 ára gamall og leikur með New York Yankees. Hann skrifaði í fyrra undir tíu ára samning sem er sagður vera 275 milljóna dollara virði eða upp á tæpan 31 milljarð króna. Hann er einfaldlega stærsta stjarnan í þessari þjóðaríþrótt Bandaríkjanna og hafa verið bundnar miklar vonir við hann. Rodriguez átti að vera maðurinn sem myndi endurvekja trú almennings á íþróttinni en hvert lyfjahneykslið hefur rekið annað í heimi hafnarboltans undanfarin ár og áratugi. Forsagan er sú að nýverið var greint frá í tímaritinu Sports Illustrated því að Rodriguez hafi fallið á lyfjaprófi árið 2003 þegar hann lék með Texas Rangers. En yfirvöld sögðu að á þeim tíma hafi lyfjaprófin verið nafnlaus og bæru enga refsingu í för með sér. Yfirvöld í íþróttinni segja að þökk sé þessum lyfjaprófunum árið 2003 hafi verið komið á fót formlegum lyfjaprófunum árið 2004. Í dag sé engin íþrótt sem taki jafn hart á þeim málum og bandarískur hafnarbolti. Fullyrt var í Sports Illustrated að 104 leikmenn hafi fallið á lyfjaprófinu árið 2003. Rodriguez játaði að hafa tekið stera í tvö ár en að hann gerði það ekki lengur. Hann kom til Texas Rangers árið 2001 og sagðist hafa tekið ólögleg lyf til ársins 2003. „Þegar ég kom til Texas fann ég fyrir miklum þrýstingi að standa mig vel. Mér fannst ég bera heiminn á herðum mér og að ég yrði að standa mig vel á hverjum einasta degi," sagði Rodriguez í löngu sjónvarpsviðtali við ESPN-sjónvarpsstöðina sem má sjá í heild sinni hér. „Á þessum tíma ríkti önnur og öðruvísi menning í íþróttinni. Þetta var allt frekar laust í reipunum. Ég var ungur, heimskur og barnalegur. Ég vildi sanna fyrir öllum að ég gæti orðið einn sá besti í sögu íþróttarinnar. Ég tók ólögleg lyf og harma það mjög." Hann sagði síðar í viðtalinu að hann viti einfaldlega ekki nákvæmlega hvaða efni hann hafi tekið. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er mikill íþróttaáhugamaður og sagði einnig í sjónvarpsviðtali að hann væri mjög hryggur vegna þessa fregna. „Mér finnst þetta afar óheppilegt því ég held að það séu margir leikmenn sem notuðu engin ólögleg efni," sagði Obama. Rodriguez var oft kallaður A-Rod af stuðningsmönnum sem margir hverjir kalla hann nú A-Fraud eða A-Roid. Það má einnig greina frá því að Rodriguez hefur verið sagður ástmaður tónlistarkonunnar Madonnu í fjölmiðlum en því neita þau reyndar bæði. Erlendar Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
Bandaríski hafnarboltakappinn Alex Rodriguez hefur viðurkennt að hann notaði stera í nokkur ár en hann er hæst launaðasti leikmaðurinn í sinni grein þar í Bandaríkjunum. Rodriguez er 33 ára gamall og leikur með New York Yankees. Hann skrifaði í fyrra undir tíu ára samning sem er sagður vera 275 milljóna dollara virði eða upp á tæpan 31 milljarð króna. Hann er einfaldlega stærsta stjarnan í þessari þjóðaríþrótt Bandaríkjanna og hafa verið bundnar miklar vonir við hann. Rodriguez átti að vera maðurinn sem myndi endurvekja trú almennings á íþróttinni en hvert lyfjahneykslið hefur rekið annað í heimi hafnarboltans undanfarin ár og áratugi. Forsagan er sú að nýverið var greint frá í tímaritinu Sports Illustrated því að Rodriguez hafi fallið á lyfjaprófi árið 2003 þegar hann lék með Texas Rangers. En yfirvöld sögðu að á þeim tíma hafi lyfjaprófin verið nafnlaus og bæru enga refsingu í för með sér. Yfirvöld í íþróttinni segja að þökk sé þessum lyfjaprófunum árið 2003 hafi verið komið á fót formlegum lyfjaprófunum árið 2004. Í dag sé engin íþrótt sem taki jafn hart á þeim málum og bandarískur hafnarbolti. Fullyrt var í Sports Illustrated að 104 leikmenn hafi fallið á lyfjaprófinu árið 2003. Rodriguez játaði að hafa tekið stera í tvö ár en að hann gerði það ekki lengur. Hann kom til Texas Rangers árið 2001 og sagðist hafa tekið ólögleg lyf til ársins 2003. „Þegar ég kom til Texas fann ég fyrir miklum þrýstingi að standa mig vel. Mér fannst ég bera heiminn á herðum mér og að ég yrði að standa mig vel á hverjum einasta degi," sagði Rodriguez í löngu sjónvarpsviðtali við ESPN-sjónvarpsstöðina sem má sjá í heild sinni hér. „Á þessum tíma ríkti önnur og öðruvísi menning í íþróttinni. Þetta var allt frekar laust í reipunum. Ég var ungur, heimskur og barnalegur. Ég vildi sanna fyrir öllum að ég gæti orðið einn sá besti í sögu íþróttarinnar. Ég tók ólögleg lyf og harma það mjög." Hann sagði síðar í viðtalinu að hann viti einfaldlega ekki nákvæmlega hvaða efni hann hafi tekið. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er mikill íþróttaáhugamaður og sagði einnig í sjónvarpsviðtali að hann væri mjög hryggur vegna þessa fregna. „Mér finnst þetta afar óheppilegt því ég held að það séu margir leikmenn sem notuðu engin ólögleg efni," sagði Obama. Rodriguez var oft kallaður A-Rod af stuðningsmönnum sem margir hverjir kalla hann nú A-Fraud eða A-Roid. Það má einnig greina frá því að Rodriguez hefur verið sagður ástmaður tónlistarkonunnar Madonnu í fjölmiðlum en því neita þau reyndar bæði.
Erlendar Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira