Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 0,96 prósent í Kauphöllinni í dag og í Bakkavör um 0,69 prósent.
Á sama tíma féll gengi bréfa Össurar um 2,39 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Century Aluminum um 1,25 prósent og Marel Food Systems um 1,22 prósent.
Gamla Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,64 prósent og endaði í 223 stigum.