Raikkönen á réttri leið hjá Ferrari 26. maí 2009 11:07 Kim Riaikkönen fagnar þriðja sætinu í mótinu í Mónakó um síðustu helgi. Mynd: Getty Images Eftir slaka byrjun virðist Ferrari búiið að finna taktinn í Fiormúlu 1 og Stefano Domenicali er sérstaklega ánægður með Kimi Raikkönen eftir mótið í Mónakó. Hann virðist hafa fundið sitt fyrra form og endurnýjaðan áhuga. Raikkönen var í daufara lagi í fyrra og fékk skömm í hattinn fyrir hjá liðinu og það á opinberan hátt. Forseti Ferrari sagðist hafa tekið hann á teppið. "Við erum á réttri leið og það er mikilvægt eftir feilsport í byrjun ársins. Við fengum þetta staðfest í Mónakó, eftir góðan sprett í Barcelona. Bíllinn er betri með hverju mótinu", sagði Stefano Domenicali hjá Ferrari. "Ég er sérstaklega ánægður með Raikkönen. Hann rétt missti af ráspólnum og hefði getað gert enn betur, ef hann hefði ekki lent í vandræðum hjá okkur í þjónustuhléi. Við erum farnir að sjá hinn rétta Raikkönen á brautinni." Raikkönen varð í þriðja sæti á eftir Rubens Barrichello og Jenson Button. Hann var annar á ráslínu og missti Barrichello framúr sér í upphafi og náði ekki vinna það sæti tilbaka. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Eftir slaka byrjun virðist Ferrari búiið að finna taktinn í Fiormúlu 1 og Stefano Domenicali er sérstaklega ánægður með Kimi Raikkönen eftir mótið í Mónakó. Hann virðist hafa fundið sitt fyrra form og endurnýjaðan áhuga. Raikkönen var í daufara lagi í fyrra og fékk skömm í hattinn fyrir hjá liðinu og það á opinberan hátt. Forseti Ferrari sagðist hafa tekið hann á teppið. "Við erum á réttri leið og það er mikilvægt eftir feilsport í byrjun ársins. Við fengum þetta staðfest í Mónakó, eftir góðan sprett í Barcelona. Bíllinn er betri með hverju mótinu", sagði Stefano Domenicali hjá Ferrari. "Ég er sérstaklega ánægður með Raikkönen. Hann rétt missti af ráspólnum og hefði getað gert enn betur, ef hann hefði ekki lent í vandræðum hjá okkur í þjónustuhléi. Við erum farnir að sjá hinn rétta Raikkönen á brautinni." Raikkönen varð í þriðja sæti á eftir Rubens Barrichello og Jenson Button. Hann var annar á ráslínu og missti Barrichello framúr sér í upphafi og náði ekki vinna það sæti tilbaka.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira