Viðskipti erlent

Tap UBS á fyrsta fjórðungi 220 milljarðar króna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Svissneski UBS-bankinn tapaði nærri tveimur milljörðum svissneskra franka á fyrsta fjórðungi ársins en það jafngildir rúmlega 220 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að 8.700 starfsmönnum verði sagt upp störfum hjá bankanum á næstu 12 mánuðum til að reyna að tryggja áframhaldandi rekstur sem þó er mjög óvíst um hvort takist. Hlutabréf í bankanum lækkuðu um tvö prósent þegar fréttir bárust af þessu en tapið er mun meira en búist hafið verið við.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×