Tindastóll og ÍR komust í kvöld í átta liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta eftir örugga sigri. Tindastóll vann fimmtán stiga sigur á Blikum í Smáranum og ÍR-ingar unnu 60 stiga sigur á FSU í Kennaraháskólanum.
Svavar Atli Birgisson var með 25 stig í sigri Tindastóls á Breiðabliki og Friðrik Hreinsson skoraði 16 stig. Hjalti Friðriksson var stigahæstur heimamanna með 11 stig.
ÍR-ingar fóru létt með FSu þar sem Steinar Arason skoraði 33 stig í 119-59 sigri. Chris Caird skoraði mest fyrir FSU eða 14 stig.
Eftir þessa tvo leiki er ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitunum sem fara fram um helgina.
Átta liða úrslit Powerade-bikars karla:
Laugardagur
KR-Tindastóll Kl. 18.00
Sunnudagur
Keflavík-Njarðvík Kl. 19.15
Snæfell-Stjarnan Kl. 19.15
Grindavík-ÍR Kl. 19.15