Frábær byrjun Formúlu 1 nýliðans 17. október 2009 10:47 Kamui Kobayashi umvafinn japönskum fréttamönnum í Brasilíu. mynd: Getty Images Japaninn Kamui Kobayashi náði frábærum tíma á sínum fyrstu æfingum fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn á Interlagos brautinni í Brasilíu í gær. Hann varð aðeins hálfri sekúndu á eftir Fernando Alonso, fljótasta manninum á braut sem hann hafði aldrei ekið áður. Samt voru erfiðar aðstæður og brautin ýmist blaut eða þurr. "Það var ánægjulegt að aka brautina og keyra sem Formúlu 1 ökumaður í fyrsta skipti. Brautin er sannkölluð ökumannsbraut og erfið sem slík", sagði Kobayashi en japanskir fréttamenn eltu hann á röndum. Hann kemur vel fyrir og er brosmildur gaur, sem ekur í stað Timo Glock sem meiddist í mótinu í Japan á dögunum. "Það var erfitt að meta aðstæður og læra beygjurnar því rigningin setti strik í reikninginn. Við bætum bílinn í dag fyrir tímatökuna og ég hlakka mjög til að takast á við það verkefni í fyrsta skipti", sagði Kobayashi. Ef Kobayashi slær í gegn í þessu mót, þá er ekkert ólíklegt að hann geti tryggt sér sæti hjá Toyota, en liðið hefur ekki samið við neinn ökumanna fyrir næsta ár. Það myndi örugglega heilla stjórnarmenn í Japan, ef japanskur ökumaður sýndi lit um borð í Toyota. Sýnt verður beint frá lokaæfingu keppnisliða kl. 13.55 á Stöð 2 Sport í dag og frá tímatökunni kl. 15.45 í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi náði frábærum tíma á sínum fyrstu æfingum fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn á Interlagos brautinni í Brasilíu í gær. Hann varð aðeins hálfri sekúndu á eftir Fernando Alonso, fljótasta manninum á braut sem hann hafði aldrei ekið áður. Samt voru erfiðar aðstæður og brautin ýmist blaut eða þurr. "Það var ánægjulegt að aka brautina og keyra sem Formúlu 1 ökumaður í fyrsta skipti. Brautin er sannkölluð ökumannsbraut og erfið sem slík", sagði Kobayashi en japanskir fréttamenn eltu hann á röndum. Hann kemur vel fyrir og er brosmildur gaur, sem ekur í stað Timo Glock sem meiddist í mótinu í Japan á dögunum. "Það var erfitt að meta aðstæður og læra beygjurnar því rigningin setti strik í reikninginn. Við bætum bílinn í dag fyrir tímatökuna og ég hlakka mjög til að takast á við það verkefni í fyrsta skipti", sagði Kobayashi. Ef Kobayashi slær í gegn í þessu mót, þá er ekkert ólíklegt að hann geti tryggt sér sæti hjá Toyota, en liðið hefur ekki samið við neinn ökumanna fyrir næsta ár. Það myndi örugglega heilla stjórnarmenn í Japan, ef japanskur ökumaður sýndi lit um borð í Toyota. Sýnt verður beint frá lokaæfingu keppnisliða kl. 13.55 á Stöð 2 Sport í dag og frá tímatökunni kl. 15.45 í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira