"Maður er í þessu til að spila svona leiki og þetta verður ekkert skemmtilegra en þetta," sagði Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, fyrirliði FH, um úrslitaleikinn í Eimskipsbikar kvenna á morgun.
Lið Stjörnunnar er almennt álitið sigurstranglegra í leiknum á morgun enda er liðið ríkjandi bikarmeistari.
"Við hlustum ekkert á það. Við erum að fara í þennan leik til að vinna hann en ef litið er á okkur sem litla liðið, verður það bara að hafa það. Það er hugarfarið sem skiptir máli og við ætlum í þetta til að vinna.
Stjörnuliðið er með frábærar skyttur, góðan markmann og spila mjög hraðan bolta. Við verðum að passa okkur að spila skynsaman sóknarleik og góða vörn, það er lykillinn að því að vinna Stjörnuna," sagði Ragnhildur í samtali við Vísi.
Hugarfarið er það sem skiptir máli

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn
