Slumdog og Button með ellefu tilnefningar 16. janúar 2009 04:15 Bretinn Danny Boyle leikstýrir Slumdog Millionaire sem er byggð á bókinni Viltu vinna milljarð? Kvikmyndirnar Slumdog Millionaire og The Curious Case of Benjamin Button fengu ellefu tilnefningar hvor til Bafta-verðlaunanna sem verða afhent í London 8. febrúar. The Dark Knight hlaut níu tilnefningar og Changeling í leikstjórn Clints Eastwood hlaut átta. Frost/Nixon var næst á blaði með sex tilnefningar, The Reader með fimm og In Bruges, Milk og Revolutionary Road með fjórar hver. Bæði Brad Pitt og Kate Winslet hlutu tvær tilnefningar hvor. Pitt fyrir hlutverk sín í The Curious Case of Benjamin Button og Burn After Reading og Winslet fyrir Revolutionary Road og The Reader. Stutt er síðan hún vann tvenn Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverkin. Þetta er í annað sinn sem Winslet hlýtur tvær Bafta-tilnefningar sama árið. Síðast gerðist það árið 2005 þegar hún var tilnefnd fyrir Finding Neverland og Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Heath Ledger, sem lést á síðasta ári, var tilnefndur sem Jókerinn í The Dark Knight. Kemur það ekki á óvart miðað við að stutt er síðan hann fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir frammistöðuna. Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndirnar Slumdog Millionaire og The Curious Case of Benjamin Button fengu ellefu tilnefningar hvor til Bafta-verðlaunanna sem verða afhent í London 8. febrúar. The Dark Knight hlaut níu tilnefningar og Changeling í leikstjórn Clints Eastwood hlaut átta. Frost/Nixon var næst á blaði með sex tilnefningar, The Reader með fimm og In Bruges, Milk og Revolutionary Road með fjórar hver. Bæði Brad Pitt og Kate Winslet hlutu tvær tilnefningar hvor. Pitt fyrir hlutverk sín í The Curious Case of Benjamin Button og Burn After Reading og Winslet fyrir Revolutionary Road og The Reader. Stutt er síðan hún vann tvenn Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverkin. Þetta er í annað sinn sem Winslet hlýtur tvær Bafta-tilnefningar sama árið. Síðast gerðist það árið 2005 þegar hún var tilnefnd fyrir Finding Neverland og Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Heath Ledger, sem lést á síðasta ári, var tilnefndur sem Jókerinn í The Dark Knight. Kemur það ekki á óvart miðað við að stutt er síðan hann fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir frammistöðuna.
Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira