Bíó og sjónvarp

Slumdog og Button með ellefu tilnefningar

Bretinn Danny Boyle leikstýrir Slumdog Millionaire sem er byggð á bókinni Viltu vinna milljarð?
Bretinn Danny Boyle leikstýrir Slumdog Millionaire sem er byggð á bókinni Viltu vinna milljarð?

Kvikmyndirnar Slumdog Millionaire og The Curious Case of Benjamin Button fengu ellefu tilnefningar hvor til Bafta-verðlaunanna sem verða afhent í London 8. febrúar.

The Dark Knight hlaut níu tilnefningar og Changeling í leikstjórn Clints Eastwood hlaut átta. Frost/Nixon var næst á blaði með sex tilnefningar, The Reader með fimm og In Bruges, Milk og Revolutionary Road með fjórar hver.

Bæði Brad Pitt og Kate Winslet hlutu tvær tilnefningar hvor. Pitt fyrir hlutverk sín í The Curious Case of Benjamin Button og Burn After Reading og Winslet fyrir Revolutionary Road og The Reader. Stutt er síðan hún vann tvenn Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverkin.

Þetta er í annað sinn sem Winslet hlýtur tvær Bafta-tilnefningar sama árið. Síðast gerðist það árið 2005 þegar hún var tilnefnd fyrir Finding Neverland og Eternal Sun­shine of the Spotless Mind.

Heath Ledger, sem lést á síðasta ári, var tilnefndur sem Jókerinn í The Dark Knight. Kemur það ekki á óvart miðað við að stutt er síðan hann fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir frammistöðuna.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×