Segja Marel ekki á leið úr landinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. mars 2009 00:01 Theo Hoen og Sigsteinn Grétarsson. Marel er ekki á förum og gjaldeyrishöft ekki til vandræða samkvæmt því sem nýir yfirmenn Marel Food Systems segja. Mynd/GVA „Áherslan er nú á samþættingu rekstrarins og endurskipulagningu undir einu heiti eftir mjög hraðan uppvöxt og útrás síðustu ára," segir Theo Hoen, nýr forstjóri Marel Food Systems. Hann hefur starfað við hlið Harðar Arnarsson frá því Marel Food Systems sameinaðist Stork Food Systems í fyrravor, en þar var Theo Hoen forstjóri áður. Tilkynnt var um starfslok Harðar um helgina. Þá tók Sigsteinn Grétarsson, sem áður var framkvæmdastjóri starfsemi Marel hf. hér á landi, sæti í framkvæmdastjórn félagsins við hlið Hoens og Eriks Kaman fjármálastjóra. Breytingarnar ollu nokkru umróti meðal starfsfólks Marel Food Systems hér, en nýir yfirmenn félagsins kynntu þær á fjölmennum fundi á mánudag. „Spurningarnar sem helst brunnu á fólki sneru að því hvort flytja ætti félagið úr landi og hvort störf þess væru trygg," segir Hoen, sem vísar á bug öllum vangaveltum um flutning fyrirtækisins. Þekkingin sé hér til staðar og eðli starfseminnar ekki þannig að hún verði auðveldlega flutt. „Svo hefur starfsemin líka gengið mjög vel hér og undarlegt að fara að hrófla við því. Frekar væri að við mundum auka við okkur," segir hann, en segist um leið skilja áhyggjur fólks af þessu. „En þetta sýnum við best í verki næsta hálfa árið." Theo Hoen og Sigsteinn Grétarsson segja ljóst að félagið sé í yfirburðastöðu í heiminum með heildarlausnir í vinnslu matvæla sem ekkert annað félag fái keppt við. Vissulega sé samkeppni þó hörð innan einstakra framleiðsluþátta, svo sem hvað varði einstakar skurðar- eða pökkunarvélar. Ekki sé hins vegar von á neinum kollsteypum í starfseminni og áherslan á vöruþróun tengdri vinnslu á fuglakjöti, fiski og öðru kjöti. „Núna ríður á að koma fram sem eitt fyrirtæki, bæði inn á við og út á við. Það er stærsta áskorunin sem við Sigsteinn stöndum nú frammi fyrir," segir Hoen. Hluthafar segir hann að standi sterkir að baki stefnu félagsins og hafi burði til að styðja við hana, þótt ekkert launungarmál sé að stjórnin vildi gjarnan aukna erlenda fjárfestingu í félagið. „Stærsti hluti fjármögnunarinnar er hins vegar hér á landi og engin vandkvæði fyrirséð þar," segir hann og telur ekki að gjaldeyrishöft Seðlabankans séu til trafala. Hoen verður með aðsetur í Boxmeer í Hollandi þar sem yfir 800 manns starfa, en Sigsteinn verður starfandi hér, þar sem um 350 manns starfa hjá fyrirtækinu. Höfuðstöðvar Marel Food Systems verða áfram hér á landi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Áherslan er nú á samþættingu rekstrarins og endurskipulagningu undir einu heiti eftir mjög hraðan uppvöxt og útrás síðustu ára," segir Theo Hoen, nýr forstjóri Marel Food Systems. Hann hefur starfað við hlið Harðar Arnarsson frá því Marel Food Systems sameinaðist Stork Food Systems í fyrravor, en þar var Theo Hoen forstjóri áður. Tilkynnt var um starfslok Harðar um helgina. Þá tók Sigsteinn Grétarsson, sem áður var framkvæmdastjóri starfsemi Marel hf. hér á landi, sæti í framkvæmdastjórn félagsins við hlið Hoens og Eriks Kaman fjármálastjóra. Breytingarnar ollu nokkru umróti meðal starfsfólks Marel Food Systems hér, en nýir yfirmenn félagsins kynntu þær á fjölmennum fundi á mánudag. „Spurningarnar sem helst brunnu á fólki sneru að því hvort flytja ætti félagið úr landi og hvort störf þess væru trygg," segir Hoen, sem vísar á bug öllum vangaveltum um flutning fyrirtækisins. Þekkingin sé hér til staðar og eðli starfseminnar ekki þannig að hún verði auðveldlega flutt. „Svo hefur starfsemin líka gengið mjög vel hér og undarlegt að fara að hrófla við því. Frekar væri að við mundum auka við okkur," segir hann, en segist um leið skilja áhyggjur fólks af þessu. „En þetta sýnum við best í verki næsta hálfa árið." Theo Hoen og Sigsteinn Grétarsson segja ljóst að félagið sé í yfirburðastöðu í heiminum með heildarlausnir í vinnslu matvæla sem ekkert annað félag fái keppt við. Vissulega sé samkeppni þó hörð innan einstakra framleiðsluþátta, svo sem hvað varði einstakar skurðar- eða pökkunarvélar. Ekki sé hins vegar von á neinum kollsteypum í starfseminni og áherslan á vöruþróun tengdri vinnslu á fuglakjöti, fiski og öðru kjöti. „Núna ríður á að koma fram sem eitt fyrirtæki, bæði inn á við og út á við. Það er stærsta áskorunin sem við Sigsteinn stöndum nú frammi fyrir," segir Hoen. Hluthafar segir hann að standi sterkir að baki stefnu félagsins og hafi burði til að styðja við hana, þótt ekkert launungarmál sé að stjórnin vildi gjarnan aukna erlenda fjárfestingu í félagið. „Stærsti hluti fjármögnunarinnar er hins vegar hér á landi og engin vandkvæði fyrirséð þar," segir hann og telur ekki að gjaldeyrishöft Seðlabankans séu til trafala. Hoen verður með aðsetur í Boxmeer í Hollandi þar sem yfir 800 manns starfa, en Sigsteinn verður starfandi hér, þar sem um 350 manns starfa hjá fyrirtækinu. Höfuðstöðvar Marel Food Systems verða áfram hér á landi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira